Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 55

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 55
þróun hefur verið í utanhússklæðningum á undanförnum árum, hvort sem litið er til brunavottunar á efninu sjálfu eða brunatæknilegs frágangs. Þá eru til aðferðir til að meta sérstaklega áhrif brennanlegra klæðninga á brunaöryggi. Við val á utanhúss- klæðningum bygginga þarf taka mið af aðstæðum hverju sinni, með tilliti til heildaráhættu. Kröfur og viðmið íslenska byggingarreglugerðin gerir þær kröfur skv. meginreglum bYggingsirreglugorðar að yfirborðsfletir útveggja valdi ekki sérstakri hættu á útbreiðslu elds milli brunahólfa innan viðkomandi byggingar né útbreiðslu elds milli bygginga. Einnig eru gerðar kröfur um að heildaruppbygging útveggja rýri ekki brunahólfun bygginga og að útbreiðsla elds inni í holrými veggja sé hindruð. [1] Því eru ekki eingöngu gerðar kröfur til yfirborðseiginleika ystu klæðningar, heldur allra efna í útveggjum sem og uppbyggingar og frágangs. Viðmiðunarreglur segja að klæðningar á einnar hæðar húsum megi vera í flokki 2, en á hærri byggingum skuli þær vera í flokki 1. Klæðningar í flokki 2 eru t.d. flestar timburklæðningar, en klæðningar í flokki 1 eru t.d. málmklæðningar, sementsbundnar plötur, múrhúð eða sérstaklega eldvarið timbur. Að auki leyfa viðmiðunarreglur að afmarkaðir smáfletir utan á byggingum megi vera í flokki 2. Meginreglur skv. ofangreindu eru ófrávíkjanlegar, en víkja má frá viðmiðunarreglum ef sýnt er fram á að hönnuð lausn uppfylli megin- markmið reglugerðarinnar og meginreglur viðkomandi ákvæða. Þannig er hægt að hanna byggingar með brennanlegum klæðningum og beita í staðinn brunatæknilegum lausnum til að uppfylla meginreglur um að uppbygging útveggja og utanhúss- klæðningar valdi ekki útbreiðslu elds milli brunahólfa eða bygginga. Alltaf þarf að sýna fram á, með viðeigandi rökstuðningi eða útreikningum, að brunahönnuð lausn veiti ásættanlegt öryggi. Profanil' og voffanir Brunavottanir klæðninga skv. byggingarreglugerð byggja á flokkun skv. ÍST EN 13501-1. [2] Sem dæmi þá uppfyllir klæðning í flokki 1 skv. byggingarreglugerð vottunina K210 B-s1,d0 og klæðning í flokki 2 uppfyllir D-s2,d0. K210 vottunin segir til um að klæðningin verji undirliggjandi lag fyrir bruna í 10 mínútur, til dæmis gifsplata sem ver undirliggjandi spónaplötuklæðningu. Bókstafirnir B og D segja til um hversu hratt eldur breiðist út í efninu. Flokkunin s1 og s2 segir til um hversu mikinn reyk efnið framleiðir við bruna og dO flokkunin segir til um að efnið dropi ekki niður þegar það brennur og breiði þannig úteld. iDlO Brennanlegar utanhussklæðningar

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.