Upp í vindinn - 01.05.2018, Síða 56

Upp í vindinn - 01.05.2018, Síða 56
Mynd 1 Dæmi um prófun skv. NFPA 285. Klæðning sem stenst prófið vinstra megin, fellur á prófínu hægra megin. [4] Prófanir fyrir ofangreinda klæðningarflokkun eru gerðar í smáum skala oggefa því ekki fullkomna mynd af því hvernig efnin hegða sér í raunverulegum bruna, á stærri skala. Smáskalaprófanir geta sagt til um hversu auðvelt er að kveikja í efninu, en segja lítið til um hvernig efnið hegðar sór þegar bruninn heldur áfram. Grenfell bruninn er dæmi um svona áhrif, þar sem talið er að hefðbundin klæðningarvottun hafi gefið til kynna að eldútbreiðsla yrði takmörkuð, en í raunverulegum aðstæðum virtust áhrif klæðningarinnar á eldútbreiðslu vera mjög mikil. Til eru staðlar fyrir prófanir á útveggjum úr brennan- legum efnum í stærri skala. Ekki er þá eingöngu verið að prófa brennanlegar klæðningar heldur einnig heildar- uppbyggingu útveggja, með loftbilum og öðrum frágangi og efnum sem hafa áhrif, t.d. einangrun. Dæmi um slíkan staðal er NFPA 285 [2], sem byggir á brunaprófi í fullum skala fyrir tvær hæðir, líkt og sjá má á mynd 1. Bruninn er staðsettur á neðri hæðinni. Annar sambærilegur staðall er sænski staðallinn SP Fire 105, þar sem prófin eru einnig gerð í fullum skala fyrir tvær hæðir, auk brunahæðar neðst með hálfri lofthæð. [4] Þá eru til staðlartil að prófa í stærri skala stálklæddar samlokueiningar með einangrunarkjarna, sem oft eru notaðar t.a.m. í iðnaðarhúsum. Hægt er að fá slíkar einingar bæði með óbrennanlegri einangrun og einnig ýmsum tegundum af brennanlegri plasteinangrun. Staðallinn IS013784-1 er ætlaður fyrir prófanir á smærri rýmum [5] og IS013784- 2 er ætlaður til prófana á stærri rýmum [6]. Staðlarnir eru ætlaðir til að meta brunaþróun og eldútbreiðslu í rýmum úr viðkomandi einingum, en ekki til að meta brunamótstöðu eða klæðningarflokkun eininga. Þessar prófanir gefa mun betri mynd af því hvaða áhrif samlokueiningar með brennanlegri einangrun hafa í stærri skala, heldur en hefðbundin klæðningarvottun. Mynd 2 sýnir prófun skv. IS013784-1, á litlum rýmum úr samlokueiningum með brennanlegri einangrun (PIR) og steinullareinangrun. Myndin sýnir stöðu prófunar ellefu mfnútum eftir tendrun bruna. Á þessum tímapunkti í prófuninni sjást einhver áhrif PIR eininganna í dekkri og meiri reyk (vinstri mynd), en áhrifin eru þó ekki komin fram nema að litlu leyti. Síðar í prófuninni var munurinn mjög greinilegur, þar sem PIR einingarnar ollu yfirtendruðum bruna mun fyrr. Yfirtendraður bruni verður þegar hitastig í rými yfirstígur þau mörk sem þarf til að kveikja í öllum brennanlegum efnum sem í rýminu eru, sem verður þá samstundis alelda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.