Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 57

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 57
Mynd2 Dæmi um prófun skv. IS013784-1:2014. PIR einingar til vinstri og steinullareiningar tiI hægri, 11 mínútum eftir tendrun bruna. [7] Brunaþroun og ahrií 3 Eðli eldútbreiðslu í utanhússklæðningum er þannig að logar og heitt öryggi gas leita upp á við og valda því að eldútbreiðsla upp í móti verður margfalt hraðari en eldútbreiðslan til hliðanna, sem verður mjög takmörkuð. Vindur getur þó haft áhrif á eldútbreiðslu til hliðar. Bruni getur byrjað innan byggingar og borist síðan í utanhússklæðningu og þaðan jafnvel milli hæða, brunahólfa eða bygginga. Einnig getur verið um eld að ræða sem kviknar utanhúss, annaðhvort upp við bygginguna, t.d. í grilli eða rafmagnsbúnaði, eða í aðliggjandi byggingum. Eldur sem breiðist upp eftir brennanlegum útvegg byggingar getur borist inn í bygginguna á fleiri hæðum, sérstaklega í gegnum glugga og önnur op. Þetta veldur auknu eignatjóni og áhættu fyrir fólk og torveldar slökkvistörf. Þegar þetta gerist getur vatnsúðakerfi virkjast á mörgum hæðum samtímis, sé slíkt kerfi til staðar. Kerfið verður þannig fyrir meira álagi en það var hannað fyrir, sem veldur því að virkni þess verður mjög takmörkuð. Þá getur einnig rignt niður brennandi ögnum/efnishlutum sem breiða út eld enn frekar, torvelda rýmingu frá byggingu og aðkomu viðbragðsaðila. Eldurinn getur bæði breiðst eftir yfirborði klæðningarinnar að utanverðu og einnig innan holrýmis undir klæðningunni. Það er því ekki eingöngu val klæðningar sem hefur áhrif á brunahættu tengdri utanhússklæðningum, heldur einnig frágangur í loftbili og á hæðarskilum þegar um er að ræða loftræstar klæðningar. Loftbilið getur orsakað það að logar ná að teygja sig upp nokkrar hæðir vegna skorsteinsáhrifa, en eldsútbreiðsla innan holrýmis getur þannig verið mjög hröð ef um brennanleg efni er að ræða og ef ekki eru takmarkanir á loftflæði innan bilsins. Til eru lausnir sem halda loftbili opnu fyrir loftræsingu en lokast við hita eins og sjá má dæmi um á mynd 3, þar sem sérstakur þensluborði lokar loftbilinu áður en eldur nær að breiða úr sér innan þess. ■ y-Utveggur l—Einangrun Y—Loftræst bil l—Regnhlíf h-Þensluborði Mynd3 Dæmi um frágang í loftræstu loftabili á hæðarskilum. [8] Ö/ Brennanlegar utanhussklæðningar

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.