Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 60

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 60
finna í mörgum háhýsum sem hafa brunnið á undanförnum árum. Utan á Grenfell turninum voru slíkar einingar með einangrunarkjarna úr Polyethylene plasti (PE), og eru þær taldar hafa valdið hraðri ■ a ■■■ ai3 ■■■ ■ ■i ■ xi ■■■ iii ■■■ ■ i ■ ■ ■■ ■■'■ b' B Q ■■■ 11 i | II ■■■■■■ ■■■■■! [ Mynd 5 Útreikningará eldútbreiöslu með brennanlegri utanhússklæðningu, með og án vinds. eldútbreiðslu milli hæða. Einnig eru til sams konar einingar með svo- kölluðum FR einangrunarkjarna („Fire Resistant"), þessar einingar eru með 70 % steinefnahlutfall á móti plastefninu og eru því mjög tregbrennanlegar. Einingarnar uppfylla B-s1,d0 brunavottun skv. ÍST EN1350T1 og eru því með yfirborð íflokki 1, en þær uppfylla ekki viðmiðunarkröfur sem gerðar eru til regnhlífar skv. byggingar- reglugerð, sem er A2-s1,d0. Því þarf að sýna sórstaklega fram á í brunahönnun viðkomandi byggingar að slíkar einingar uppfylli meginreglur um að yfirborðsfletir valdi ekki sérstakri hættu á útbreiðslu elds milli brunahólfa eða bygginga. BrunataBknilegir /. utreikningar og lausnir Hægt er að beita brunatæknilegum útreikningum til að útfæra klæðningar og leggja mat á brunahættu vegna brennanlegra klæðninga. Myndin fyrir neðan sýnir dæmi um hermun sem framkvæmd var á eldútbreiðslu í veggfleti með timburklæðningu, til að meta áhrif timburklæðningar á eldútbreiðslu milli brunahólfa, lóðrétt og lárétt. Reiknað var með albruna í 90 m2 íbúð á annarri hæð í fjögurra hæða húsi. Varfærið var reiknað með því að allir gluggar sem brotna og hleypa hita og reyk út séu á sömu hlið íbúðarinnar. Útreikningar voru framkvæmdir með Fire Dynamics Simulator sem er sérhæft straumfræðiforrit sem ætlað er til brunatæknilegra greininga. [12] Skv. mynd 5 sýna útreikningar að eldur breiðist mikið upp á við en mjög lítið til hliðanna. Vindur hefur þó áhrif á eldútbreiðslu til hliðanna. Engin eða hverfandi hætta er á eldútbreiðslu niður á við. Mynd 6 Útreikningar á eldútbreiðslu með brennanlegri utanhússklæðningu, sem sýnir eldsútbreiðslu milli brunahólfa. Mynd 6 sýnir einnig dæmi um áhrif óvarinnar timburklæðningar á eldsútbreiðslu á milli hæða. Reiknað er með staðbundnum bruna í rýminu við gaflinn, með opnum glugga. Útreikningarnir sýna skjóta eldsútbreiðslu milli íbúða við gafl, þó svo að 1,2 m bil sé á milli óeldvarinna glugga líkt og byggingarreglugerð gerir kröfu um. Ekki hefur verið tekið tillit til áhrifa brennanlegra klæðninga á viðmiðunarreglu um 1,2 m Ijarlægð milli glugga, sem miðast við óbrennanlegar klæðningar. Eldur nær að berast með klæðningu ...upp i''vindinn 60

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.