Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 72

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 72
Snjoi' og leysingar i þettbyíi - undirstaða fyrir farsaala hönnun og reksfur fraveitukerfa AndriRafn Yeoman, Arnar Snær Ragnarsson, Bjarni Halldórsson, Bergljót Hjartardóttir, Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir, Hrund ÓlöfAndradóttir Inngangur Borgvæðing gjörbreytir náttúrulegri hringrás vatns. Gegndræp græn svæði hopa fyrir ógegndræpum byggingarflötum, eins og húsum og götum, með þeim afleiðingum að meira yfirborðsvatn, sk. ofanvatn, myndast sem getur í verstum tilfellum flætt í hús með tilheyrandi tjóni. Fráveitur miðla slíkri flóðahættu með því að færa ofanvatn frá uppsprettu í viðtaka (sjó). Hönnun slíkra kerfa byggist á stuttum, snörpum sumarskúrum sem valda skyndiflóðum. í köldu loftslagi er langvarandi regn á snjó og snjóbráð ekki síður líkleg til að valda ofanflóði í þéttbýli, eins og kom bersýnilega fram sl. febrúar þegar slegið var met í fjölda útkalla vegna vatnsflaums í kjölfar vetrarlægðar sem reið yfir höfuðborgina. Einungis tveimur dögum á undan hafði minni lægð hamlað umferð þar sem krapi stíflaði mörg götuniðurföll. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á snjóbráð og leysingum í þéttbýli í heiminum. Vitað er að snjór bráðnar mishratt eftir eiginleikum hans eins ogt.d. þjöppun og mengun (Moghadas 2016). Borgarumhverfið er mjög misleitt og aðstæður mismunandi á milli staða. Því er mikilvægt að mæla snjó í þéttbýli til að stuðla að farsælum lífsferli bæði hefðbundinna neðanjarðar ofanvatnskerfa svo og blágrænna lausna sem miðla vatni á yfirborðinu. Til að fylgja eftir stefnu Háskóla íslands um samtvinningu náms og rannsókna, unnu nemendur í námskeiðinu UMV602M Fráveitur og skólphreinsun rannsókn sl. febrúar, þar sem markmiðið var að skilja betur eiginleika snjós og snjóbráðar í höfuðborginni. Hér verður greint stuttlega frá nokkrum niðurstöðum rannsóknarinnar. Nemendur framkvæmdu vettvangsmælingar og greindu gögn frá Veðurstofu íslands og Orkuveitu Reykjavíkur. I íh skipti fi'OStS og Veðurfar á Islandi er mjög breytilegt frá degi til dags en einnig milli þýðu árstíða og ára. Það veldur því að miklar sveiflur eru á lofthita og einkennandi fyrir Reykjavík eru tíð skipti á milli frost og þíðu. Mynd 1 sýnir nærmynd af lofthita í Grafarholtinu frá október 2008 og út ...upp í'vindinn 72

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.