Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 74

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 74
Breytilelkl snjos \ borgarumhverflnu Mynd 2 Þverskurður afsnjó í Urriðaholti 16.02.2018. a) Hreyfður skafl og ruðningur. b) Við gangstétt/vegg. o) á opnu iúpínusvæði og i manngerðum svelg. 74 Eftir bestu vitund, þá hafa ekki verið mældir eiginleikar snjó- þekjunnar, s.s. eðlisþyngd, í Reykjavík. Því var framkvæmd vettvangsrannsókn í Urriðaholti, í Garðabæ. Snjóað hafði nokkrum sinnum 2 vikur fyrir mælingar. Það rigndi morguninn fyrir mælingar, en í lok mælitímabilsins var komin sól. Niðurstöður mælinganna staðfesta að mjög misleitur snjór var í skafrenningum þar sem vélar hafa skafað snjó af götum og upp á gangstétt (mynd 2a). Rennslisrásir (holrými) og ískögglar sáust bæði ofan á og inni í snjóhaugnum. Snjór á götum og við vegg var lagskiptur (mynd 2b), en bera þarf í huga að hverfið var í uppbyggingu ogjarðvegur getur hafa fokið úr opnum um. Snjór á náttúrulegum og manngerðum gróðursvæðum var hins vegar meira einsleitur, en oft þéttari við jörðu (mynd 2c). Greiningar af Ijósmyndum gáfu til kynna að endurvarp frá misleitum snjó var lægra, eða um 0,5, en af óhreyfðum snjó (0,6-0,7). Þetta er í samræmi við að hreyfður snjór dragi í sig mig meiri geislun, og bráðni því hraðar en óhreyfður snjór við byggingar og á opnum svæðum. ...upp ('vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.