Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 82

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 82
liðsins á Islandi. Jarðvegsmengun hefur einnig fundist við gömul slippsvæði og annan iðnað af svipuðum toga. i-ireinsun jarðvegs hfnaskolum hinangrun Brennsla Hreinsun fer eftir eðli og umfangi mengunar en markmiðið er að jarðvegur verði skaðlaus heilsu manna og dýra. Helstu leiðir eru eftir- farandi en hér er aðeins fjallað lauslega um hverja aðferð fyrir sig; • Efnaskolun • Einangrun • Brennsla • Lífhreinsun Efnaskolun gengur út á að breyta efnaferlum í jarðvegi með því að hafa áhrif á efnaeiginleika jarðvegsins. Sem dæmi má nefna að algengt er að mengaður jarðvegur af þungmálmum sé kalkaður til að hækka sýrugildi (pH) hans. Við hækkun pH mynda margir þungmálmar torleyst hýdróxíðsambönd sem fastbinda málma á yfirborði jarðvegsagna. Þetta kemur í veg fyrir útskolun þeirra úr jarðvegi í grunnvatn eða upptöku þeirra í plöntur. Við þetta minnka eituráhrif þungmálma snarlega. Einnig hafa verið notaðar sýrur og lífræn leysiefni. Efnaskolun er notuð ef um stórt svæði er að ræða og erfitt er að flytja eða einangra mengaðan jarðveg. Efnaskolun er kostnaðarsöm og flókin aðferð og getur valdið aukinni mengun ef ekki tekst vel til. Henni er því oftar en ekki sleppt. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð svo vitað sé á íslandi. Þegar jarðvegur telst verulega mengaður og efnaskolun eða flutningur jarðvegs telst ekki svara kostnaði er einangrun notuð. Þessi aðferð gengur út á að búa þannig um jarðveginn að hvorki útskolun efna eða uppgufun úr jarðvegi geti átt sér stað. Einnig er komið í veg fyrir að loftborin mengun geti átt sér stað með því að koma í veg fyrir fok mengaðra jarðvegsagna með því að loka jarðveginum með dúk eða gróðurhulu. Alla jafna er best að meðhöndla jarðveginn á sama svæði og hann finnst þar sem það getur verið varasamt að flytja mengunina frá einum stað til annars. Ef um byggingarsvæði er að ræða hefur svo dæmi sé tekið reynst vel að nýtagamla húsgrunna á svæðinu. Steyptur grunnurinn kemur í veg fyrir útskolun eiturefna úr jarðveginum. Slík aðferð getur verið hagkvæm og hefur verið notuð þó nokkuð hér á landi. Þegar hvorki efnaskolun eða einangrun kemur til greina vegna aðstæðna eða umfangs og eðli mengunar er jarðvegurinn fluttur í sorpbrennslustöð. Við bruna situr í raun ekkert eftir annað en ...upp í'vindinn 82

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.