Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 83

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 83
Lifhreinsun Þatttaka Verkis i jarðvegs- mengunarmalum ólífrænn haugur efnis sem þarf að farga á viðeigandi hátt þannig að umhverfið beri ekki skaða af. Þetta getur verið kostnaðarsöm og umfangsmikil aðferð og oft á tíðum í raun bara tilfærsla á vanda- málinu. Lífhreinsun er aðeins hægt að nota á lífræna mengun og má þar nefna jarðveg mengaðan af olíuefnum, rokgjörnum og þrávirkum lífrænum efnum. Er þetta talin vera umhverfisvænasta hreinsunar- aðferðin. Ekki þarf að flytja jarðveginn til og ef vel tekst til er lokaafurðin ómengaður jarðvegur. Lífhreinsun gengur í megin dráttum út á það að gera lífsskilyrði örvera í jarðvegi sem best þannig að þær geti nýtt sér lífrænu mengunarefnin sem fæðu. Lífskilyrðin eru t.d. örvuð með því að dæla súrefnisríku lofti inn í jarðveginn og stilla raka og sýrustig með vökvun, áburði og kölkun en örverur starfa allajafna best í jarðvegi með sýrustig á bilinu pH 5,5 til 7. Einn af ókostum þessarar aðferðar er að hún er tímafrek og getur tekur allt frá einu ári upp í 3 ár. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð úti í mörkinni á íslandi svo vitað sé en tilraunir hafa verið gerðar með lífhreinsun á íslenskum jarðvegi inni á rannsóknastofu.1 Ekki hefur verið tekin upp reglugerð um viðmiðunarmörk fyrir þungmálma og þrávirk lífræn efni í jarðvegi á Islandi. Umhverfis- stofnun hefur þó gefið út leiðbeiningar um meðhöndlun olíumengaðs jarðvegs þar sem er að finna tillögu að efri og neðri mörkum fyrir olíumengaðan jarðveg í íbúabyggð/náttúruvernd, iðnarsvæði/svæði utan byggða og fyrir viðkvæm grunnvatnssvæði.2 Reglugerðir um ákveðin mörk fyrir þungmálma og þrávirk lífræn efni er þó að finna í nágrannaríkjum í Evrópu en erfitt getur reynst að samnýta þau hér á íslandi þar sem jarðvegur hér á landi er frábrugðinn jarðvegi meginlandsins. Er það helst vegna þess að jarðvegur hér á landi er af basískum uppruna en basalt inniheldur allajafna hærra hlutfa.ll málma samanborið við jarðveg mynduðum úr öðru móðurefni. Sem dæmi má nefna að í jarðskorpunni er meðalstyrkur kadmíums (Cd) 0,1 mg/kg og í basalti 0,15 mg/kg. í íslensku bergi er styrkurinn á bilinu 0,2-0,4 mg/kg og má því segja að grunngildi fyrir kadmíum sér hátt hér á landi miðað við önnur lönd. Rannsóknir hafa sýnt að Cd í íslenskum jarðvegi sé á breiðu bili og við náttúrulegar aðstæður (ómengaður jarðvegur) hefur mælst styrkur fyrir ofan forvarnagildi Evrópu.3 83 Jarðvegsmengun og tengsl hennar við grunnvatnsmengun

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.