Þroskaþjálfinn - 2024, Qupperneq 14
26 27
Mikilvægt að hafa mannleg gildi að
leiðarljósi
Hraðri þróun gervigreindar fylgir þó vissulega
nokkur áhætta og því er talið mikilvægt að þeir
sem þróa og hanna hugbúnað fyrir gervigreind
geri það á ábyrgan hátt. Það geti þeir gert með
því að fylgja stöðlum, beita siðferðilegum rök-
um og meginreglum sem byggjast á mannlegum
gildum og þróa nálganir sem byggjast á rann-
sóknum, fyrri reynslu, upplýsingum frá notend-
um og frá samfélaginu sem heild. Þrátt fyrir að
þróun gervigreindar sé nokkuð á veg komin er
hún ekki talin standa manninum framar þegar
leysa þarf verkefni sem byggjast til dæmis á tilf-
inningu, meðvitund, samúð, samkennd, mann-
legu innsæi eða reynslu (Manyika o.fl., 2023).
Hægt er að nota gervigreind til að aðstoða við
að leysa mjög fjölbreytt og ólík verkefni. Sem
dæmi er gervigreind víða notuð til að stýra leit-
arsíðum á netinu, við tónlistarsmíði og texta-
smíði, til að kenna tákn með tali, aðstoða við
skrif á ritgerðum og fræðigreinum, aðstoða við
myndvinnslu og vöruhönnun, við skipulagn-
ingu, uppbyggingu og eftirlit á öryggisþjónustu
og dulkóðun og fyrir vöruframleiðslu og ýmiss
konar iðnað (European Parliament News, e.d.).
Það hefur sýnt sig að gervigreind getur einnig
komið að góðum notum í námi barna með stuð-
nings þarfir. Áhrif gervigreindar má nú þegar
sjá á menntastofnunum þar sem kennarar og
foreldrar hafa stuðlað að menntun án aðgrein-
ingar með aðstoð tækninnar. Gervigreind
hefur sem dæmi náð ótrúlegum árangri með
forritum sem vinna með talgreiningu, mynd-
vinnslu og talþjálfun. Þannig er hægt að inn leiða
einstaklingsbundna kennslufræði fyrir nem-
endur með stuðningsþarfir með aðstoð gervi-
greindar og skapa þeim öruggt umhverfi þar
sem þau fá sömu tækifæri og aðrir nemendur til
þess að eiga samskipti og stunda nám (Garg og
Sharma, 2020; Lu og Zhang, 2021).
Gæti flýtt mikið fyrir einhverfugreiningu
Í upphafi fyrirlestrar síns segir dr. Kavaliotis
að Grikkir séu ekki framarlega í þróun gervi-
greindar miðað við margar aðrar þjóðir, en það
komi aðallega til af því að ekki sé gert ráð fyrir
nægum fjármunum til tækniþróunar í Grikk-
landi. Hins vegar hafi orðið framfarir í tækni-
þróun í Grikklandi undanfarin ár, eins og víð-
ast annars staðar í heiminum, og möguleikar í
notkun gervigreindar farnir að vekja töluverða
athygli þar í landi. Það sem standi helst í vegi
fyrir því að meiri fjármunum sé veitt í þróun
og notkun gervigreindar fyrir fatlað fólk þar í
landi sé sú staðreynd að enn eigi margir erfitt
með að viðurkenna og láta greina fatlanir eins
og einhverfu hjá börnum sínum. Vandinn felist
í því að margir Grikkir séu einfaldlega of stoltir
til að viðurkenna að börn þeirra geti þurft á
stuðningi að halda vegna fötlunar sinnar og
dragi það að fara með börn sín í greiningu eða
hreinlega sleppi því. Einnig sé því miður enn
nokkur hópur fólks í Grikklandi sem telur að
einhverfa sé sjúkdómur sem borgi sig að fela
fyrir öðrum. Eða eins og dr. Kavaliotis segir:
„Framkoma og hugsun Grikkja gagnvart því að
eignast börn með einhverfu eða þroskahömlun
minnir um margt á sögu H.C. Andersens þar
sem fólk hugsar með sér að þetta geti komið fyrir
aðra en ekki það sjálft.“ Hann bendir einnig á að
þrátt fyrir að einhverfa sé tilkomin vegna rösk-
unar á taugaþroska þá geti umhverfi og félagsleg
staða einnig haft áhrif á getu einstaklings með
einhverfu til að bjarga sér og taka virkan þátt í
samfélaginu. Dr. Kavaliotis segir að lengi vel hafi
verið erfitt að fá rétt úrræði og stuðning fyrir fólk
með einhverfu í Grikklandi, en núna sé komin
meiri þekking og fleiri verkfæri sem nota megi
til að bæta stöðu barna og fullorðins fólks með
einhverfu. Það geti tekið allt að fjórum árum að
komast í gegnum einhverfugreiningu vegna þess
að þar í landi sé aðeins ein stofnun sem megi sjá
um greiningu á einhverfu, þrátt fyrir að í landinu
búi um 10,5 milljónir manna. Stofnunin er stað-
sett í höfuðborginni Aþenu sem gerir þeim mjög
erfitt fyrir sem búa fjarri höfuðborginni. Þannig
séu enn mörg börn með ógreinda einhverfu í
landinu, en eins og dr. Kavaliotis bendir á í fyr-
irlestri sínum gefi það bestan árangur að geta
hafið snemmtæka íhlutun með börn með ein-
hverfu. Það sé þó ekki nóg að vinna með barnið
eitt og sér heldur þurfi fjölskylda þess einnig á
stuðningi og fræðslu að halda. Þegar unnið sé
með fólki með einhverfu á einstaklingsmiðað-
an hátt eða í fámennum hópi geti tækni eins
og gervigreind komið að góðu gagni. Einnig sé
hægt að nota gervigreind á nákvæman hátt til
að sjá um greiningarferli einstaklinga en þannig
getur gervigreindartæknin leyst sérfræðinga af
hólmi við að greina einhverfu og aðrar skyldar
raskanir. Gervigreindin byggist á upplýsingum
úr gagnabanka sem inniheldur fjöldann allan
af skráðum gögnum um einhverfu. Auk þess
byggist hún á þeim greiningarprófum sem nú
þegar eru notuð við greiningar, líkt og matstækj-
unum DSM-5, ADI-R og ADOS-2. Jafnframt
styðjist gervigreindin við myndgreiningartækni
í greiningarferlinu sem skynji og greini meðal
annars málþroskafrávik, hegðunarfrávik, frávik
í vitsmunaþroska, frávik á líkamshreyfingum,
svipbrigði, hreyfingar augna, tilfinninga- og geð-
sveiflur, kvíðaeinkenni, hæfni til að herma eftir,
hæfni til að setja sig í spor annarra, samskipta-
hæfni og líkamstjáningu. Þá séu tekin viðtöl og
lagðar spurningar fyrir forráðamenn, kennara
og aðra þá sem þekkja barnið best, en þær upp-
lýsingar notar gervigreindin í greiningarferlinu.
Kosturinn við að nota gervigreind sem grein-
ingartæki er að það tekur gervigreindina að-
eins um 20 mínútur að framkvæma nákvæma
greiningu þegar búið er að hlaða öllum þessum
upplýsingum um einstaklinginn inn í gervi-
greindarforritið, ferli sem myndi annars taka
sérfræðinga nokkra daga. Kosturinn við að nota
gervigreindina er einnig sá að í greiningarferl-
inu hefur verið safnað gífurlegu magni af upp-
lýsingum og gögnum um einstaklinginn sem
allir hlutaðeigandi hafa aðgang að og geta nýtt
sér til að greina einstaklingsmiðaða þörf á með-
ferðarúrræði og þjálfun. Dr. Kavaliotis segir að
ókosturinn við að nota gervigreind til að sjá um
greiningarferlið sé helst sá að tæknin og tækja-
búnaðurinn sé enn nokkuð dýr þrátt fyrir að
aðferðin geti vissulega sparað bæði tíma og pen-
inga þar sem hún bjóði upp á þann möguleika
að greina einstaklinga í gegnum fjarfundarbún-
að. Þannig megi framkvæma greininguna án
þess að fjölskyldan þurfi að ferðast um langar
vegalengdir til að hitta sérfræðinga.
Auðveldara að tengjast vélmennum
Dr. Kavaliotis segir að gervigreind sé hægt að
nota á nákvæman og áhrifaríkan hátt til að eiga
samskipti við börn með einhverfu og þjálfa þau
í samskiptum og tjáningu, sem dæmi sé hægt að
þjálfa börn í að tjá sig og eiga samskipti, þjálfa
hreyfigetu, kenna þeim að bursta tennur eða að
vinna með svefnvanda sinn. Mörg börn með
einhverfu virðist hafa mikinn áhuga á vélmenn-
um en líklega sé það vegna þess að auðveldara
sé fyrir þau að skilja vélmenni en mannfólk því
að vélmenni séu fyrirsjáanlegri. Þá hafi sýnt sig
að best sé að nota lítil vélmenni sem skynja og
lesa í hreyfingar, tal, tjáningu og andlitshreyf-
ingar barnanna. Vélmennin eru forrituð á þann
hátt að börnin hermi eftir vélmennunum, leiki
ákveðna leiki eða leysi þrautir með það að mark-
miði að þjálfa ákveðin samskipti eða afmarkað-
ar athafnir eða viðbrögð. Þróunarvinna með
slík vélmenni bendir hins vegar til þess að börn
með einhverfu eigi auðveldara með að eiga sam-
skipti við og tengjast vélmennum sem ekki líkj-
ast manneskjum, tengi frekar við vélmenni sem
líti út eins og snjókarlar eða líkt og vélmennið
Wall-E úr samnefndri teiknimynd. Ókostirnir
við að nota vélmenni til að þjálfa börn séu helst
þeir að þróun og smíði vélmenna kosti mikið fé,
Dr. Arki madrit Fr. Apostoloss Kava liot is.