Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 24
46 47
STORM
Skammstöfunin STORM stendur fyrir Standing
Up For Myself, en STORM er verkefni sem
hrint var af stað í Bretlandi árið 2018 eftir að
hugmyndin hafði verið í vinnslu í einhver ár.
STORM er hópavinna sem miðar að því að vald-
efla fólk með þroskahömlun. Aðferðin byggist á
fjórum klukkutíma hóptímum og einum eftir-
fylgnitíma. Notast er við myndbönd og fræðslu,
en þátttaka hvers og eins í hópnum er mikil-
væg. Svo eru skipulögð næstu skref fyrir hvern
þátttakanda fyrir sig. Á meðal lykilskilaboða
STORM eru þessi: 1. tími: Þroskahömlunin er
bara hluti af mér. 2. tími: Það er ekki í lagi að fólk
komi illa fram við mig. Ég þarf ekki að sætta mig
við það. 3. tími: Ég get staðið með sjálfum mér
(spyrnt við fótum) ef einhver kemur illa fram
við mig. 4. tími: Ég get búið til áætlun um það
hvernig ég stöðva fólk ef það kemur illa fram við
mig. Fólk sem ég treysti getur hjálpað mér. Að
auki (booster): Það getur eitthvað truflað það
að áætlunin mín takist. Þá tala ég við aðra um
hvernig best sé að bregðast við og gefst ekki upp.
Rannsóknir með fólki, en ekki um það …
Þegar STORM-verkefnið var komið af stað kom
Covid og þá þurfti að búa til fjarfundadagskrá
til þess að halda starfinu áfram. Það var gert og
tókst vel eftir að vel hafði verið hugað að öll-
um þeim þáttum sem hefðu getað truflað, m.a.
tæknihindrunum.
STORM-verkefnið hefur reynst vel fyrir þá
sem hafa tekið þátt í því. Þeir hafa öðlast meira
sjálfsöryggi og eru tilbúnir að standa fast á sínu
ef að þeim er vegið. Þeir hafa lært að segja sína
skoðun (í stað þess að þegja) og náð að takast
betur á við erfiðar tilfinningar.
Nokkrir þeirra einstaklinga sem höfðu ver-
ið í STORM-verkefninu voru á ráðstefnunni
og tjáðu sig um reynslu sína. STORM-teymið
(skipuleggjendur og þátttakendur með þroska-
hömlun) hefur verið að vinna úr niðurstöðum
og meta hvað gekk vel og hvað má bæta. Þau
leggja áherslu á að rannsóknirnar og starfið allt
sé innsamað/inngilt (inclusive). Þau gera ekki
rannsóknir um fólk með þroskahömlun heldur
með því.
Uppistand með Peter Cronin
Skemmtilegasti fyrirlesturinn á ráðstefnunni
var fyrirlestur Peters Cronins, sem var einn
af lykilfyrirlestrunum. Cronin, sem er með
þroskahömlun, kom fram með aðstoðarmanni
Þeir Peter Cronin og Eddie Chaplin héldu saman frábæran fyrirlestur.
sínum og vini Eddie Chaplin og samvinna þeirra
á sviðinu var ekkert minna en stórskemmti-
leg. Eftir fyrirlesturinn bað einn af Bretunum
(einstaklingur með þroskahömlun) um orðið
og þakkaði þeim félögum og sagði að þetta hefði
verið eins og besta uppistand. Og það var hverju
orði sannara.
Fyrirlestur Peters Cronins hét „Supporting my
friends with intellectual disabilities to manage
their mental health“. Peter og Eddie hafa unnið
lengi saman við að þróa aðferðir fyrir Peter til
þess að honum líði betur. Þetta eru oft einföld,
en áhrifarík, ráð sem hjálpa honum að takast á
við kvíða og depurð. Hann hefur gefið út bækur
sem hægt er að sækja án endurgjalds á netið þar
sem þessar aðferðir eru settar fram á einfaldan
og oft myndrænan hátt svo að aðrir geti nýtt
þær líka (https://www.stevehardyldn.com/pet-
er-and-friends-series). Þó að fyrirlesturinn fjalli
um alvarleg mál þá er svo gaman að hlusta á Pet-
er segja frá að salurinn lá í hláturskasti nær allan
tímann sem hann var á sviðinu.
Sýnileiki og þátttaka aðalviðfangsefni
næstu ráðstefnu
Það var eftirtektarvert að á meðal þeirra sem
héldu fyrirlestra á ráðstefnunni í Helsinki voru
nokkrir einstaklingar með þroskahömlun og á
meðal atriða á opnunar- og lokaathöfninni var
tónlistarfólk úr þeirra röðum. Sýnileiki og þátt-
taka. Þetta var ánægjulegt og gerði mikið fyrir
ráðstefnuna. Næsta ráðstefna verður haldin í
Gent í Belgíu í september 2025 og hefur yfir-
skriftina Unleashing Talent Embracing Diversity,
en þar verða einstaklingar með þroskahöml-
un í forgrunni. Þeir munu taka virkan þátt í
skipulagningu og undirbúningi og fá mikilvæg
hlutverk í öllum þáttum ráðstefnunnar.
Hljómsveit skipuð fólki með þroskahömlun spilaði bæði á opnunar og lokaathöfninni.