Mímir - 01.05.1964, Side 50

Mímir - 01.05.1964, Side 50
eru persónur sögunnar kynntar. Gyðjunafnið „Gefjun” er skylt sögninni að gefa,# en það er einnig rótskylt finnska orðinu „kapiot" (brúðar- gjöf) og „kave" (göfugur). Einnig eistneska orð- inu „kabie" (hreinn, fíngerður). I vesturgerm- önskum heimildum á latínu kemur fyrir gyðju- heitið Gabiae, sem merkir beinlínis þá sem gef- ur eða hina ríku. „Gylfi" er aftur á móti nafn á sækonungi, einnig er til orðið „gylfin" (ófreskja) og „gylfier" (alda, haf). Snorri segir, að Gefjun hafi verið tengdadóttir Oðins og Gylfi hafi verið konungur í Svíþjóð, enda skýrir hann vísuna á sama hátt og útgefandi Heimskringlu, eða m. ö. o. útgefandinn hefur notað þann efnis- þráð, sem Snorri rekur og vandinn því sá einn að fá hvert einstakt orð vísunnar til þess að standa heima við upphaf V. kapítula Ynglinga- sögu. En einhvern veginn er það nú svo, að ég efast um að Sjáland sé plógrista Gefjunar og ger- ist meira að segja svo óskammfeilinn að efast um konungdóm Gylfa í Svíþjóð. Annað mál er það, að fyrir Snorra Sturlusyni er sækonungsheitið „Gylfi" einungis nafn, sem eins vel má nota á sænskan konung og sjálfan sækonunginn, og mjög er til efs, hvort hann hefði nokkuð sett of- an í hugarheimi Snorra Sturlusonar, þótt hann hefði einungis heitið Jón. I goðsögunni hefur persónan „Gefjun" haft eiginleika í samræmi við nafn sitt, einnig sá, er „Gylfi" hét. Ekki þarf annað en líta í ævintýrabækur til að sjá dæmi slíks. — Mjallhvít hét ekki sínu nafni í höfuðið á ömmu sinni, heldur af því, að sagan þarfnað- ist slíks nafns til að lýsa eiginleikum svo yndis- legrar stúlku. Leppalúði hét ekki heldur í höf- uðið á afa sínum, en sagan krafðist slíks nafns á eiginmann Grýlu (d. gruelig og Gru). — I öðru vísuorði: „glpð djúprpðul pðla", gefur vísuhöfundur Gefjuni einkunnarorðið „glöð", sem hefur merkinguna „björt". Er þá * í þessari grein er einkurn stuðzt við: Jan de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch. fenginn sá reginmunur, sem sagan krefst að sé á Gefjuni og Gylfa. Um „djúprpðul pðla", er öllu verra að segja, flestir hallast að því að „djúp- roðul" sé kenningin djúprpðull (gull) í þf., en einnig geturverið að hér sé lo. djúprpðul, djúpvit- ur, sbr. gotneska orðið raþjo og fornháþýzka orðið redea. Nú er frummerking orðsins „röðull" kringlóttur hlutur, sbr. þýzka orðið Rad, svo hér er hugsanlegt að þetta sé ekki kenning á gulli. Um „pðla" verður heldur ekki sagt með vissu, en sennilega er þó um hvorugkynsorðið „pðli" að ræða, sem mun koma fyrir í merkingunni óðal. Ekki er því óhugsandi að „djúprpðul pðla" eigi við Gylfa, þ. e. a. s. að Gefjun hafi dregið landið frá Gylfa, sem býr að djúprpðulpðli. Eins og vikið hefir verið að, var Gylfi sækon- ungur og því ekkert óeðlilegt að kenna gersemar hans sem röðul djúpsins. Að vísu vantar eignar- falls „s" á „djúprpðul", en annað eins hefur nú misfarizt á hundruðum ára, og auk þess eru til samsetningarnar „röðul skin" og „röðul glóð". I þriðja og fjórða vísuorði: „svát af rennirauknum rauk, Danmarkar auka", segir þá frá, hvernig og hvað Gefjun dró frá Gylfa. I Islenzkum fornritum XXVI, er „renni- raukn" þýtt sem eyki og auki Danmarkar sem það, er Gefjun bætti við Danmörku, og efalaust er það gert með góðum huga. En sagan er ekki öll sögð með því. „Raukn" er skylt orðinu roka (enn tala menn um roknaóhljóð) og latneska orðinu rugio (sá sem öskrar). Sögnin að renna merkir að hlaupa, en ókunnugt er mér um hvernig stendur á því, að hún fær bæði í Lexicon- poeticum og íslenzkum fornritum merkinguna að draga. Þýðingin: „svo að rauk af eykjunum", er því allsendis ófullnægjandi, því setningin: „Svát af rennirauknum rauk", lýsir hlaupum, öskri og reykjarmekki, hamförum dráttardýr- anna. Sömuleiðis er vert að gera sér grein fyrir merkingu orðsins „Danmörk". Fyrir hluti orðs- ins „dan", er samstofna fornenska orðinu „denn" (sem þýðir nánast kvos, eða hola, jafnframt bæli 50

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.