Mímir - 01.05.1964, Side 27
in er óskipt og seiðandi, þrengir sér næstnm
út fyrir punktinn í lok erindisins, og tjáir
þannig hugsun konunnar, sem yfirvinnur
stund og stað, og þrá hennar, sem svífur út í
fjarskann.
Núverandi ástand er „al eine“; meðvitundin
um einveruna kallar fram minningar um
stundir, er konan var ekki ein á sama stað.
Orðið „hemede“ gefur til kynna, hve samband-
ið við manninn var náið. Mynd rósarinnar, er
stendur í blóma, lætur í ljós þá tílfinningu,
sem gagntekur konuna andspænis riddaranum.
Þannig er einmanaleiki konunnar við glugg-
ann nátengdur því, er þessi tilfinning vaknar.
Eins og rós á þyrnirunni vex og dafnar ástin,
en jafnframt sorgin yfir því að vera skílin frá
hinum elskaða. Svar riddarans gefur til kynna,
að hægt hefði verið að rjúfa þessa einveru. Aft-
ur er brugðið upp mynd, mynd riddarans, sem
stendur við rekkju sofandi ástmeyjar sinnar.
En gegn uppfyllingu ástarþrárinnar, sem
fyrsta lína gaf til kynna, að væri möguleg,
stendur siðalögmál hirðarinnar. Og því verður
karlmaðurinn að hlíta. Þannig rekst ástarþrá
konunnar á afstöðtt mannsins, sem hlýðir kröf-
um samfélagsins og beygir eigin óskir undir
þær. 1 samræmi við þetta er spenna samtals-
ins í öðru erindi, hrynjandin margskipt og ólg-
andi. Riddarinn játar kjarkleysi sitt og konan
biður honum þá bölbæna. Óvenjuleg harka
hennar sýnir ofurmagn þrárinnar eftir hinum
elskaða.
Enda þótt mynd villigaltarins sé notuð með
neitun, gefur hún skepnuskap mannverunnar
til kynna, sýnir eðli hennar, sem varpar frá sér
siðalögmálum mannfélagsins, þegar hún er á
valdi hinna dýpstu tilfinninga. Mynd villigalt-
arins á eftir rósinni skapar stígandi. Rósin til-
heyrir hirðlífinu, þar sem tilfinningarnar eru
að vísu látnar í Ijós, en reyrðar viðjum sam-
félagsins. Misskilningur á dýpt þessara tilfinn-
inga veldur því, að óskin er látin beint í ljós, og
kallar fram rnynd villigaltarins, þessa villta og
stjórnlausa dýrs, sem kalla má holdtekju alls
hins óhirðlega. Hæðnislegar ýkjur konunnar
verða svo til, að hún birtist enn skýrar sem
andstæða galtarins. 1 fyrsta erindi sýnir líking
konunnar við rósina okkur innsta eðli hennar.
I öðru erindi verður mynd konunnar áþreifan-
legri og skýrari, þar sem hún er sett fram sem
andstæða villtasta og hættulegasta dýrs skóg-
arins. Eins og grimmd galtarins við óvini sína
er andstæða þeirra viðtakna, sem riddarinn
hefði fengið hjá konunni, er Ijótleiki og af-
skræmileiki dýrsins andstæða fegurðar henn-
ar. Þó er í þessu I jóði ekki reynt að sýna útlil
konu eða ræða um tilfinningar hennar, held-
ur að sýna þá ást, er brýtur af sér allar höml-
ur. I þessu Ijóði er kona málsvari þessarar ást-
ar. Að konan biður hér og krefst, er í samræmi
við stöðu hennar jafnfætis karlmanninum.
Eitthvað svipað kemur fram í Minnesang á
síðasta skeiði hans, t. d. hjá Neidhart von
Reuenthal eða Oskar von Wolkenstein: lýsing-
ar á lostafullum stúlkum, á kerlingunni, er
kastar frá sér hækjunni, er hún heyrir dans-
kvæðin í maí, og vill einu sinni enn hoppa
með, á móður og dóttur, er hárreyta hvor aðra
og fljúgast á, af því að dótturina langar til
elskhuga síns. En þar eru ástæðurnar allt aðr-
ar en hjá Kiirenberger.
Á blómaskeiði sínu setur Minnesang konuna
æ ofar í hlutverk hinnar drottnandi, sem ridd-
arinn má aðeins unna úr fjarlægð og alltaf
hörfar undan, gerir úr henni veru, sem óhugs-
andi verður að nálgast í raunveruleikanum.
Þannig skapast átök milli skáldskaparins og
lífsins sjálfs, og hann verður tilgerðarlegur og
óraunverulegur.
Til mótvægis við þessa fjarlægu ástarhugsjón
taka menn að velja sér yrkisefni úr lífi bænda.
Með því að sýna fólk, sem óbundið er öllum
hirðsiðum, eru stirðnaðar myndir liirðskáld-
skapar gerðar hlægilegar. En um leið á þetta
efnisval að gefa Minnesang nýtt líf með raun-
sæjum lýsingum á grófgerðum skemmtunum
sveitafólks. Þessi list ber greinileg rnerki
hnignunarskeiðs. Hún reynir að halda vissu
sjálfstæði með skopstælingum á undanfara sín-
um og með því að víkja á ótroðnar slóðir.
27