Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 5

Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 5
Eysteinn SigurSsson: Nokkur kvæði Hér á eftir verða nokkur kvæði eftir Bólu- Hjálmar tekin lil athugunar og leitazt við að bregða birtu yfir örfá atriði varðandi þau, sem hingað til hafa verið hulin sjónum manna. Að- ur en að því er vikið, þykir mér samt rétt að draga saman í örstuttu máli yfirlit um nokkra þá þætti í ævi Hjálmars, sem betra er að vita skil á en ekki, ef skilja á þessi verk hans til einhverrar Idítar. Hjálmar Jónsson (Bólu-Hjálmar) fæddist árið 1796 á Hallandi á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Fæðingardag lians er ekki vitað um með neinni vissu. Móðir hans var ógift vinnu- kona, og er talið, að hún hafi verið gestkom- andi þar, er hún ól barnið. Hjálmar var flutt- ur næturgamall frá móður sinni á vit vanda- lausra, og fara ekki sögur af því, að þau rnæðg- inin liafi Iiitzt aftur fyrr en röskum þrem ára- tugum síðar. Hjálmari varð það til láns, að góð kona tók hann upp af götu sinni og gekk honum í móð- ur stað fyrstu árin. Ólst hann upp í Evjafirði og átti þar heima fram vfir tvítugt. Hann hef- ur snemma byrjað að yrkja, og árið 1818 bar svo við, að sóknarprestur hans kærði hann fyrir sýslumanni fyrir níðkveðskap um sig. Málið kom fyrir rétt, og varð Hjálmar að þola í refsingu 5 daga varðhald upp á vatn og brauð. Kvæði hans um sóknarprestinn hefur varðveitzt, og er það laglegur kveðskapur, þótt liins vegar liafi hann vafalaust fyllilega til refs- ingarinnar fyrir það unnið. Árið 1820 fluttist Hjálmar til Skagafjarðar, kvæntist þar fljótlega og reisti bú, fyrst á lduta af jörðunni Bakka í Oxnadal, en síðar á Nýja- bæ í Austurdal í Skagafjarðardölum. Þar átti hann harðsnúna nágranna, og espaðist brátt óvihl milli lians og þeirra, og lauk þeim mál- 5

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.