Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 5

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 5
Eysteinn SigurSsson: Nokkur kvæði Hér á eftir verða nokkur kvæði eftir Bólu- Hjálmar tekin lil athugunar og leitazt við að bregða birtu yfir örfá atriði varðandi þau, sem hingað til hafa verið hulin sjónum manna. Að- ur en að því er vikið, þykir mér samt rétt að draga saman í örstuttu máli yfirlit um nokkra þá þætti í ævi Hjálmars, sem betra er að vita skil á en ekki, ef skilja á þessi verk hans til einhverrar Idítar. Hjálmar Jónsson (Bólu-Hjálmar) fæddist árið 1796 á Hallandi á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Fæðingardag lians er ekki vitað um með neinni vissu. Móðir hans var ógift vinnu- kona, og er talið, að hún hafi verið gestkom- andi þar, er hún ól barnið. Hjálmar var flutt- ur næturgamall frá móður sinni á vit vanda- lausra, og fara ekki sögur af því, að þau rnæðg- inin liafi Iiitzt aftur fyrr en röskum þrem ára- tugum síðar. Hjálmari varð það til láns, að góð kona tók hann upp af götu sinni og gekk honum í móð- ur stað fyrstu árin. Ólst hann upp í Evjafirði og átti þar heima fram vfir tvítugt. Hann hef- ur snemma byrjað að yrkja, og árið 1818 bar svo við, að sóknarprestur hans kærði hann fyrir sýslumanni fyrir níðkveðskap um sig. Málið kom fyrir rétt, og varð Hjálmar að þola í refsingu 5 daga varðhald upp á vatn og brauð. Kvæði hans um sóknarprestinn hefur varðveitzt, og er það laglegur kveðskapur, þótt liins vegar liafi hann vafalaust fyllilega til refs- ingarinnar fyrir það unnið. Árið 1820 fluttist Hjálmar til Skagafjarðar, kvæntist þar fljótlega og reisti bú, fyrst á lduta af jörðunni Bakka í Oxnadal, en síðar á Nýja- bæ í Austurdal í Skagafjarðardölum. Þar átti hann harðsnúna nágranna, og espaðist brátt óvihl milli lians og þeirra, og lauk þeim mál- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.