Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 46
sem sízt skyldi. Heimskan var í hávegum
iiöfð, enda munu hátíðir þessar hafa orðið fyr-
ír álirifum frá margnefndu kvæði BRANTS.
Nefndust þær ‘festum stultorum’, hátíð
heimskingjanna, og munu hafa verið fyrir-
mynd herranætur Skálholtssveina, en eins og
kunnugt er, má rekja uppliaf leikritunar á Is-
landi til hennar.11 Ef til vill koma ýmis nöfn
okkur kunnuglegar fyrir sjónir, þegar ‘das
NARRENSCHIFF’ er haft í huga. Sperðill,
Narfi eður sá narraktugi biðill og Hrólfur,
hinn grohhni gleiðgosi og hraðlygni svika-
hrappur, eiga án efa ætt sína að rekja til ‘des
NARRENSCHIFFES’, þótt margt liafi skolazt
til á langri leið.
Eins og áður er á minnzt, var það oft lofað
við ‘hátíðir heimskingjanna’, er sízt skyldi, og
ósiðum og löstum sungið lof. Erasmus frá
Rotterdammi ritaði til dæmis Morias Enco-
mion eða Stultitiae Laus, eins og það var einn-
ig nefnt, en í riti þessu gætir mjög áhrifa frá
‘dem NARRENSCHIFFE’. Snemma á 18du
öld ritaði svo lærdómsmaðurinn Þorleifur
Halldórsson Mendacii Encomium á latínu, en
þýddi síðar á íslenzku og nefndi Lof lyginn-
ar.12 Er þetta bein stæling á riti Erasmusar.
Áhrif frá Lofi lyginnar munu ekki liafa orðið
mikil á íslenzkar bókmenntir, en ritið sýnir,
livert straumurinn rann og hvar upptakanna
er að leita.
Þessum sundurleitu brotum hefur verið rað-
að hér saman til að sýna örlítið horn gamallar,
suður-þýzkrar myndar, sem virðist bregða all-
víða fyrir í íslenzkum bókmenntum, þegar nið-
urlæging þjóðarinnar var mest og erlendir
förumenn voru höfðingjar á Islandi.
1. apríl 1964
11 StgrJÞorst Upphaf 10—17, 22—25.
12 Gefið út í Islandica VIII. Ithaca 1915.
Eysteinn SigurSsson:
Lítið andsvar
I seinasta Mímishefti birtist grein eftir Þor-
leif Hauksson, þar sem hann gerir að umtals-
efni lauslega hugmynd, sem ég setti fram í
næsta hefti sama blaðs á undan. Þessi hug-
mynd eða hugdetta mín var í stuttu máli í því
fólgin, hvort verið gæti, að samfelldan þró-
unarferil mætti rekja innan íslenzkrar bók-
menntasögu, og ef svo væri, hvort hann lyti
þá nokkrum lögmálum, sem liugsanlega mætti
festa hendur á.
Þorleifur er mér mikið reiður í grein sinni
og telur áminnztri ritsmíð minni flest til for-
áttu. Við því get ég í rauninni ekki gert, enda
þykist ég hafa tekið það nógsamlega fram, að
þar var aðeins um lauslega hugmynd að ræða,
og hún sett fram sem slík, en það eru nokkur
atriði í grein hans, sem ég treysti mér samt
ekki til að taka þegjandi og hljóðalaust.
Hann deilir mikið á mig fyrir froðukennda
framsetningu og of mikla mælgi, en um slíka
hluti deili ég ekki, það er smekksatriði.
En hins vegar fer hann mörgum og illum
orðuin um vinnubrögð mín, rekur það, að ég
beiti ekki vísindalegum vinnubrögðum til þess
að leiða fram niðurstöðu, ég gleypi jafnharð-
an ofan í mig aftur allt það, sem ég leggi til
málanna, og loks fórnar hann liöndum í ör-
væntingu og spyr, liver væri þróun hinna ís-
lenzku fræða, ef allir færu eins að og ég, „fjöll-
uðu eins óvísindalega um efni sitt, væru jafn
ragir við að ganga í berhögg við fyrirrennara
sína og eins skelfdir við að setja fram og renna
stoðum undir niðurstöður sínar . .. . “ og svo
framvegis.
Eg ætla ekki að eyða löngu máli til að svara
46