Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 33

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 33
á annað. Einnig er greint á milli kyrrstæðra mynda (statískra) og hreyfimynda (kínetískra eða dýnamískra). Menn liafa þó lagt of mikla áherzlu á skynræna hlið myndanna. Áhrif þeirra stafa af því að þær eru leif eða fulltrúi hræringar (sensation). Annar þáttur í eðli þessara fyrirbrigða er samanburðurinn. Orðið sýmból liefur fleiri en eina merkingu, sameiginlegt þeim öllum er sú liugmynd að eitthvað standi fyrir eitthvað annað, í stað þess. Upphaflega var fólgið í orðinu að nokk- urt samræmi niilli tákns og liins táknaða væri fyrir hendi. Svo er enn þegar orðið er notað í rökfræði eða stærðfræði, þá er urn fastákveð- ið samhengi að ræða. Trúarleg sýmból eru byggð á innri skyldleika milli tákns og bins táknaða: krossinn, lambið, góði hirðirinn. 1 bókmenntafræði er einnig æskilegast að nota orðið þannig: sem hlut (ohjekt) er vísar til annars lilutar, en ber þó einnig í sér sitt sjálf- stæða gildi, óliáð liinu táknaða. Munurinn á sýmbóli annars vegar og samh'k- ingu og myndlíkingu hins vegar er fyrst og fremst fólginn í tíðri notkun sýmbólsins. Mvnd getur komið fyrir einu sinni sem myndlíking, en ef hún kemur fyrir aftur og aftur og hefur bæði táknrænt og sjálfstætt gildi, verður bún sýmból og getur orðið hluti úr heilu kerfi sýmbóla. Rétt er að gera greinarmun á „prívat- sýmbólisma“ nútímaskálda og liefðbundnum sýmbólisma liðinna alda. Með „prívatsýmból- isma“ er átt við það er skáld hefur sitt sérstaka kerfi sýmbóla, sitt eigið táknmál, sem aðeins er hægt að ráða til fulls með rannsókn verka þess sjálfs. Fjórða hugtakið í fyrirsögn kaflans var goð- sögn. Aristóteles notar þetta orð um söguþráð, goðsögnin táknar hið óræða, innsæja, gagn- stætt liinu kerfisbundna og rökrétta: það er harmleikur Æskylosar gegn rökhyggju Sókra- tesar. 1 sögulegum skilningi er goðsögnin nátengd helgisiðum, ritúali, þ. e. saga sem flutt er í sambandi við ritúal eða táknuð af því. En í víðari merkingu þýðir goðsögn liöfundarlaus saga er greinir frá uppruna og örlögum; lit- skýring samfélagsins fyrir hinum ungu á því livers vegna veröldin sé til og iivers vegna við gerum eins og við gerum. Þær eru myndir af eðli og örlögum mannsins til nota við uppeldi hinna ungu. í nútíma hugsun er ,,goðsögn“ mjög vítt hug- tak, og er ekki hægt að fara nánar út í það hér. Eldri bókmenntakönnun hefur rannsakað þetta fernt á mjög yfirborðskenndan hátt. Menn hafa fyrst og fremst litið á þetta sem skraut, mælskubrögð, og rannsakað það ein- angrað frá þeim verkum sem það tilheyrði. Nýrri skoðun er á hinn bóginn að merking og hlutverk bókmenntanna komi skýrast í ljós í myndlíkingu og goðsögn. Menn geta hugsað í myndlíkingum eða goðsögnum. 011 þessi hug- tök beina athygli okkar að þeim þáttum bók- menntaverks sem tengja saman hina gömlu hluta, form og innihald. Þessi orð vita í báðar áttir, þ. e. þau gefa til kynna hvernig skáld- skapurinn hneigist annars vegar í átt til „myndar“ og „veraldar“ en hins vegar til trú- ar eða lífsskoðunar. Flokkanir á myndum og myndlíkingum eru legíó, og er rætt um þær í alllöngu rnáli, en hér er ekki kleift að gera því skil. Rannsóknum á myndurn má haga á tvo vegu. Annað hvort að rannsaka þau svið sem rnynd- irnar eru sóttar til, en það lieyrir í rauninni einkum til rannsóknum á efni bókmenntanna, eða rannsaka hvernig myndirnar eru notaðar, afstöðu myndarinnar sjálfrar til þess sem við er átt. Ein tegund rannsókna leggur áherzlu á túlkun sjálfsins, að skáldin tjái sál sína með myndunum. Gert er ráð fyrir að myndir skálds- ins séu eins og myndir í draumi, þ. e. óheftar af aðgætni eða blygðun. En draga verður í efa hvort skáld hafi nokkurn tíma verið svo snautt af gagnrýni varðandi myndir sínar. Önnur hug- mynd, sem vafalaust er reist á misskilningi, er að skáldið hafi í bókstaflegri merkingu reynt eða skynjað allt sem það getur ímyndað sér. Merkilegt viðfangsefni er að grafast fyrir um 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.