Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 26
1 samræmi við þetta er, að orð konunnar
skipta miklu meira máli en orð karlmannsins.
Ljóðið snýst um konuna, orð karlmannsins eru
aðeins tilefni þess, að hún láti tilfinningar sín-
ar og hugsanir í l jós.
Til þess að menn geri sér ljóst, hvað skilur
þetta ljóð frá frumskeiði Minnesangs og Ijóð
frá blómaskeiði hans, verða þeir að setja sér
fyrir sjónir, hvernig samband karls og konu
var síðar sett fram. „Karlmaðurinn er hugsað-
ur sem þjónandi riddari. Hann tærist upp í ást
sinni til kvenlegrar veru. í krafti þeirrar lmg-
myndar, er hann gerir sér um fullkomnun
liennar, er hún ,,frouwe“ (drottning, hefðar-
frú) hjarta hans. I samræmi við þetta álítur
konan sig hafna yfir karlmanninn og heldur
honum í fjarlægð. Það gerir hún til að tryggja
heiður sinn og hans, svo og fullkomnun sína í
augum lians. Þannig hækka karl og kona hvort
annað úr fjarlægð í dagdraumum sínum41.1
Kiirenberger kallar einnig konuna „frouwe“_
og í orðinu „getorste“, dirfðist kemur fram
lotning riddarans fyrir konunni, sem hann
elskar. En þetta liik riddarans við að nálgast
konuna, fjarlægðin, sem hann reynir að halda
henni í, er nú sett fram sem bein andstæða
við taumlausa ástarþrá hennar. Hún hlýtur að
hafna sem óeðlilegum hömlum þeim, er ridd-
arinn hefur sjálfur lagt á sig og koma í veg fvr-
ir, að þrá liennar uppfyllist. Þetta 1 jóð er frá
fyrsta skeiði Minnesangs, sem fyrr getur. Eftir
hið langa tímabil, er menn höfðu flúið eðlilegt
Iíferni og fonnælt því sem syndugu, tímahil,
er ástin gat ekki birzt mönnum nema sem ’lux-
uria’, hohlsfýsn, snúa menn sér nú aftur að
veröldinni og meta hana á nýjan leik. Skyndi-
lega er farið að líta á samdrátt karls og konu
sem hamingjuríkan viðburð, svo máttugan, að
ekkert geti hindrað hann. Þetta reyndu skáld-
in að tjá í Ijóði. Þau verðum við að revna að
skilja í sambandi við þá undrun og gleði vfir
1 Friedrich Neuman i: Die deutsche Lyrik. Form
und Gescliichte. Ed. Benno von Wiese. Diisseldorf
1957, hls. 75.
auðlegð hins nýja veruleika, sem menn reyndu
nú hikandi, skref fyrir skref, að leggja undir
sig. Þess vegna reyndu menn fyrst að nálgast
liann í skynjun. Menn byrjuðu á því að lýsa
og gefa nafn hlutum þessarar veraldar til að
tjá hina endurunnu lífsgleði og hina nýju per-
sónulegu tilfinningu fyrir lífinu. I þessum
kveðskap er ástin því enn ekki umsköpuð af
hugsuninni. Samband karls og konu hefur
enn ekki verið takmarkað við gagnkvæma þrá
þeirra eina saman, þar sem aðeins má koma
fram uppalandi gildi ástarinnar, heldur reyna
skáldin að skilja ástina til hlítar, eins og hún
birtist í lífinu. Þau fjalla ekki aðeins um þrá
til liinnar elskuðu veru, heldur einnig um upp-
fyllingu þessarar þrár.
Þessi einfaldi skilningur á hinum nýja veru-
leika ástarinnar birtist í hreinskilni og raun-
sæi, sem greinir þennan fyrsta kveðskap frá
kveðskap blómaskeiðsins, en Ijær honum ein-
mitt þess vegna töfra hins ferska og uppruna-
lega. Það er einna helzt í þessum verkum, þar
sem yrkisefnið hefur enn ekki verið gert óhlut-
stætt, að renna má grun í mátt þeirrar tilfinn-
ingar, er skapaði þau.
Riddarinn og hefðarkonan mætast á vel
þekktu sviði, í kastalanum, og m. a. s. að
nokkru leyti í dyngjunni. Það má álykta af
klæðnaði konunnar og ótvíræðum orðum ridd-
arans um, að hann hafi staðið við rekkju henn-
ar. 1 samræmi við ákafa þrá konunnar eftir
uppfylling ástarinnar er nálægð þeirra. Karl
og kona standa augliti til auglitis, og upp úr
löngunarfullu eintali fyrsta erindis þróast hið
ákafa samtal annars erindis. Það eru raunveru-
legar samræður, viðtalendur standa jafnfætis.
Ivonan hefur ekki enn liafizt hátt yfir mann-
inn og hann ekki neyðzt til þess að fjarlægjast
hana. Og einmitt þess vegna getur konan látið
sókn sína eftir fvdlnæging ástarinnar í Ijós.
Konan birtist enn fullkomlega jarðbundin, í
henni sameinast hin viðkvæmasta ástarþrá og
hohlleg munúð.
1 fyrsta erindi endurspeglast ástarþrá kon-
unnar í uppbyggingu og hrynjandi. Hrynjand-
26