Jólablaðið - 15.12.1944, Qupperneq 4
★ ★★★★★ ★★★★★★
guðdómlegum kærleika til að hjálpa þar, sem
sem eitthvað íer aflaga, og öllum, sem eitthvaö
amar að.
Jólin ættu að knýja oss öll til þess, að hugsa
um hið mikla mál: Hverrúg getur mannlítið orð-
ið bjart, hamingjurikt og fagurt? Hvernig get
ég losnað úr margvíslegum fjötrum, sem varna
mér frelsis, sannrar gleði og hamingju? Hvern-
ig get ég losnað úr fjötrum þeirra tilhneiginga
í brjósti sjálfs mín, sem eru í vegi fvrir ham-
ingju minni og innra friði?
Jólaboðskapurinn kemur til þin með skýrt og
ákveðið svar:
„Yður er í dag frelsari fæddur.“
Ef heimurinn vildi hlusta og tileinka sér
þennan boðskap, þá mundu hersveitirnar á
jörðu, allar miljónirnar, sem nú bera vopn í
hönd, leggja vopnin niður og hætta bræðravíg-
um. Þá mundu þær fara úr hermannabúningn-
um og taka á sig önnur klæði — klæði endur-
bótamannsins, sem vill fórna sér til þess að
gera jörðina að betri heimi og bjartari, sem vill
rétta hinum undirokuðu bróðurhönd, fækka sár-
um og tárum, en kveikja Ijós gleði og kærleika í
lífi annarra manna í anda Krists, sem lét lífið í
kærleiksþjónustu sinni.
Nú taka jólaklukkurnar að hringja. Heimur-
inn er í sárum. Mannkynið þráir frið — misk-
unn. Hjá Kristi er allt að finna, sem mannkynið
þráir bezt. Heitasta óskin, sem nú býr í brjóst-
um flestra manna, kvenna og barna, á þessum
jólum — friðaróskin, mun uppfyllt verða á
sömu stundu, er hann, sem á jólunum fæddist,
fær að stjórna huga og hönd. Hann sagði:
„Minn frið gef ég yður.“
Biðjum guð að gefa heiminum frið og tendra
ljós, þar sem kalt er og dapurlegt — ljós Krists-
andans.
Verði Kristur ljós Islands, Ijós allra landa og
þjóða. Þá er bjart yfir framtiðarvegum.
2 JÓLABLAÐIÐ