Jólablaðið - 15.12.1944, Síða 6
★★★★★★ ★★★★★★
Karl August Tavastjerna:
Jól á finnskum heiðabæ
Antti Metsántausta liggur uppi á ofninum í sótugu
kotinu sínu og hugsar reikular hugsanir heiðabúans um
það, sem er, og framtíðina án þess að láta truflast af leik
barnanna, sem eru önnum kafin á svörtu gólfinu. Leikur-
inn, sem þau eru í, heitir „að borða“, og þau hafa spýtu-
kubba fyrir brauð og tóma könnu fyrir mjólk.
Antti Metsántausta hefur legið uppi á ofninum frá því
snemma í morgun, þegar kona hans lagði af stað til
næsta bæjar, en þangað eru tólf mílur vegar með því að
stytta sér leið gegnum skóginn. Nú var hennar von á
hverri stundu, og til þess að biðin verði ekki eins löng
stígur Antti niður af ofninum, gengur að eldinum í
stónni og kveikir enn einu sinni í útbrunnum tóbaksleif-
um í pípunni sinni, en bætir fyrst viðarkubb á glæðurn-
ar og blæs í þær. Það sljákkar ofurlítið í börnunum, en
þegar þessi beinaberi maður í saurgráu strigafötunum er
aftur horfinn í skuggann uppi á ofninum, verður leikur
þeirra hávær sem áður. Þau sjá glóandi depil í myrkr-
inu þar uppi og heyra brennandi tóbaksleifarnar snarka
í pípunni. Innan skamms heyrist reglubundinn og djúpur
andardráttur og vottur af hrotum öðru hvoru.
I stofunni er skíma af degi, daufri hvítri birtu vetrar-
dagsins, sem hefur tekizt að ryðja sér braut gegnum
svellaðar rúðurnar, en nokkur glæta er einnig af tveim
viðarbútum á arninum, sem eru að verða útbrunnir og
mjakast öðru hvoru fölskvagráir niður i eimyrjuna. En
skíman í stofunni nær ekki nema um þrjár álnir frá
svörtu gólfinu upp á veggina, þar sem sótið tekur við, og
glampar á það hér og hvar, þar sem hendur og föt hafa
núizt við veggi og sperrur. Með fram veggjunum standa
þungir bekkir, en ofan við þá er veggskápur, fatnaður,
nýr, hvítur gærukufl og tinnubyssa. Stóri ofninn, sem
einu sinni var hvítkalkaður að framan, en er nú fyrir
löngu orðinn svartur af sóti, fyllir upp í einn þriðjung
stofunnar. Annar þriðjungurinn rýmir stóra matarborðið
undir glugganum. Það er sandskúrað og slitið og eini
hvíti hluturinn í stofunni. Það, sem afgangs er, hafa
börnin fjögur lagt undir sig, — það yngsta situr í vögg-
unni, en fylgist þaðan af áhuga með leiknum. Stofan ber
vitni um tiltölulega góð efni. Sótið er svart, en ekki
óhreint, líkt og það væri svört málning. Húsgögnin eru
snotur og börnin ekki fram úr hófi illa klædd. Uti í fjósi
heyrist kýr baula, og þetta fjarlæga, daufa baul gefur til
4 JÓLABLAÐIÐ
kynna, að örbirgðin vofir ekki yfir heimilisfólkinu.
A tíu mílna svæði kringum kotið er Kuusaheiði, hið
ævaforna heimkynni barkarbrauðsins, og þar eru önnur
kot, sem ekki eiga arin, reykháf né útihús. Þar hafast
kýrin, kindurnar og hænsnin við í sömu stofunni og fólk-
ið. Að eignast hest er flestum enn þá aðeins fjarlæg ósk,
djarfur draumur, sem rætist einhvern tíma hjá næstu
kynslóð, eftir eina öld eða svo.
En í þessi tiltölulega góðu efni vantar eitt, og það er
brauð. Þess vegna látast börnin vera að borða og hafa
spýtukubba fyrir brauð og tóma könnu fyrir mjólk. Og
þess vegna liggur húsbóndinn uppi á ofninum og mókir.
Allt í einu hætta börnin að leika sér og leggja við hlust-
irnar. Uti marrar í snjónum, nettir fætur stappa af sér
snjóinn á svelluðum þrepunum, hönd tekur í hurðina,
sem opnast marrandi, og inn í stofuna kemur kona,
sveipuð kuldamóðu, dúðuð héluðum flíkum upp að eyr-
um. Hún lokar dyrunum i skyndi, kuldamökkurinn leys-
ist upp og hverfur, börnin hópast um hana, og yngsta
barnið, sem ekki er farið að ganga, skríður upp úr vögg-
unni, dettur á gólfið og hljóðar hástöfum. Konan tekur
það upp, vönum höndum, raular við það og þrýstir því
upp að héluðum barmi og lætur sig einu gilda, þótt
barnið hljóði enn hærra en áður. Svo gengur hún rösk-
lega inn að ofninum, skyggnist eftir manni sínum og sér
glytta í gráleit strigafötin. Hún segir stutt í spuna:
„Jæja, Antti, nú er ekki um annað að gera fyrir þig
en að komast á fætur og dragnast niður > kirkjuþorpið."
„Hana nú,“ svarar Antti. „Það er eins og það sé kvikn-
að í kotinu. Liggur einhver ósköp á? Ekki fer ég að fara
til kirkjunnar svona um hánótt.“
„Liggur á? Það er líklega ekki sá munur á hungrinu og
eldinum. Hvorugt er öðru betra. En ég kem með góðar
fréttir frá Pusula.
Þeir fóru allir til kirkjuþorpsins, því að þar lætur rík-
isstjórnin sjólf úthluta mjöli handa þeim, sem nauð-
staddir eru. Og nú ferðu þangað, Antti, eins og allir hinir.
Þá fáum við að minnsta kosti nýbakað brauð um jólin.“
Antti snýr sér við uppi á ofninum og teygir andlitið
fram úr myrkrinu. Það er þverúðarsvipur á honum. Það
er eins og hann sé að hlusta eftir einhverri annarri rödd,
hann hristir höfuðið og strýkur fingrunum gegnum þykkt
hárið.