Jólablaðið - 15.12.1944, Side 8
★ ★★★★★ ★★★★★★
Þegar rökkva tekur að kvöldi þennan sama dag,
kemur maður, álútur og grár af hélu, með tóman poka á
baki og pípu í munni, eftir þorpsgötunni í Kuusamo
kirkjuþorpi. Antti hefur gengið sex mílur á tólf klukku-
stundum án hvíldar, beinustu leið gegnum skógana, og
nú er hann kominn á ákvörðunarstaðinn. Engir íþrótta-
vinir fagna þessu meti, hann lítur feimnislega í kringum
sig og nemur staðar fyrir utan búð kaupmannsins, en
þar standa hestar og menn.
„Er það hérna, sem keisarinn lætur útbýta jólamjöl-
inu?“
,,Mjöl færðu, en ekki er það keisarinn, sem gefur
það.“
„Gildir einu.“ — Antti gengur inn í búðina og bíður
langa stund. Þegar röðin kemur loks að honum, leysir
hann af sér pokann og réttir kaupmanninum hann án
þess að segja nokkuð. Kaupmaðurinn og búðarsveinn-
inn eru að moka mjöli úr stórum sekkjum í poka hinna
bágstöddu, en mikils háttar frú lítur eftir. Oll eru þau
hvít af mjölsáldri upp að augum. Svo byrjar yfirheyrslan:
„Hvað heitir þú?“
„Antti Metsántausta."
„Hvaðan?"
,,Frá Metsántakoti handan við Pusulabæ.“
„Og ætlar að fá mjöl?“
„Já, mér var sagt, að hér væri hægt að fá mjöl ókeyp-
is.“
„Þarftu nauðsynlega á því að halda?“
„Ekki bið ég beininga að gamni mínu, og ekki gerði
ég það mér til gamans að ganga sex mílur á skíðum í
dag.“
„Áttu ekki mat?“
„Eg hef ekki bragðað brauðbita í heila viku.“
„Og samt áttu nýjan gærukufl og hefur þrek til að
ganga sex mílur á skíðum á einum degi.“
„Já, .... hm .... hvað átti ég að gera?“
Kaupmaðurinn horfir á hann hvössum augum og tor-
tryggnislegum, snýr sér að konunni og segir:
„Þessi maður er allt of hraustlegur og vel klæddur.
Sannið þér til, hann er ekki úr yðar hópi.“
Og svo byrjar yfirheyrslan aftur:
„Geturðu sannað, að þér sé brýn þörf á mjölinu?“
Antti horfði vandræðalega í kringum sig í búðinni.
Þar þekkir hann ekkert andlit. Hann fölnar af blygðun
og bræði og stamar út úr sér:
„Það er nefnilega svoleiðis, að ég á heima langt uppi
á heiði handan við Pusulabæ, og ég þekki svo fáa. Við
getum svo sjaldan farið hingað til kirkjunnar og kynnzt
fólki."
„Er þá enginn staddur hér frá Pusulabæ, sem gæti
borið vitni um að þú líðir skort?“
6 JÓLABLAÐIÐ
Enginn gaf sig fram. Rödd úr hópnum lætur þess get-
ið, að bændur frá Pusula hafi sótt mjöl sitt undanfarna
daga til þess að koma því heim í tæka tíð fyrir jólin.
„Hvers vegna kemurðu svona seint og einsamall?"
spyr kaupmaðurinn hranalega. Nú kemst Antti í vand-
ræði. Það er svo margt, sem hann vildi segja, en honum
vefst tunga um tönn og kemur varla upp nokkru orði.
Konan grípur góðlátlega fram í fyrir honum:
„Sjáið þér til, við verðum að tryggja okkur að mjölið
sé gefið þeim, sem þurfa þess mest. Þér hljótið að geta
fengið prestinn eða meðhjálparann til þess að gefa yður
vottorð um, að þér þarfnist hjálpar. Svo skuluð þér
koma aftur í fyrramálið. Við megum ekki úthluta þessu
af handahófi."
Antti rétti úr sér, lítur einkennilega á kaupmanninn
og mjölsekkina, togar húfuna niður á enni og gengur út
steinþegjandi.
Daginn eftir, á aðfangadagsmorgun, kemur Antti tím-
anlega í búðina, og í þetta skipti er með honum vinnu-
maður af bæ þar í grendinni. I öngum sínum hafði Antti
minnzt þess, að hann átti þar skólabróður úr barnaskóla,
leitað hans í margar klukkustundir í gærkvöldi og haft
upp á honum að lokum. Maðurinn mundi eftir Antti og
trúði sögu hans. Hann fékk góða máltíð og rúm til að
sofa í, og nú er vinnumaðurinn kominn með til þess að
staðfesta sögu hans. Antti fær vandkvæðalaust fullan
poka af mjöli, en þegar hann segist ætla að bera hann
á bakinu sex mílur vegar og það í dag, fer kaupmaður-
inn að taka úr pokanum.
„Nei, nei,“ segir Antti, „látið þér pokann vera fullan,
ekki sligar hann mig.“
„En þetta er meira en fjögur lísipund, og svo þunga
byrði ber enginn maður.“
„En ég á konu og fjögur börn, sem hafa soltið í hálfan
mánuð, og okkur veitir ekki af þessu, því að það dregst
víst eitthvað, að ég fái atvinnu hjá skógareigendunum."
„Hvers vegna sögðuð þér ekki frá því í gær, að þér
eigið konu og fjögur börn, sem svelta?“ spyr frúin.
„Ekki kunni ég við það, svona í allra áheyrn .... ég
er nefnilega svo rækalli feiminn . . . .“
Þeir, sem inni eru, geta ekki að sér gert að brosa.
Antti fær pokann sinn kúfaðan, hneigir sig í þakklætis-
skyni við velferðarnefndina í Helsingfors og hefur sér-
staklega mikið við frúna, því að henni réttir hann sína
stóru hönd. í því hann er að fara snýst hann á hæli í
dyrunum og segir við kaupmanninn:
„Ekki vænti ég að herra kaupmaðurinn vildi hjálpa
mér um ofurlítið af tóbaki út í reikning til vorsins? Það
er nefnilega svoleiðis, að hafi ég bara blað í pípuna