Jólablaðið - 15.12.1944, Síða 12

Jólablaðið - 15.12.1944, Síða 12
★ ★★★★★ ★ ★★★★★ Jón Benediktsson, prentari: Draumsýn verður að veruleika Loks eftir langa bið er hin margþráða draumsýn Akureyringa orðin að veraleika. Fyrsta áfanganum á brattri leið til fullkom- ins sigurs er náð. Nemendur skólanna geta nú rétt úr kútnum eftir margra ára kyrrsetu á skólabekkjum. Höll æskunnar á Akur- eyri er nú tekin í notkun, og Akureyringar sjá nú árangurinn af fórnfýsi sinni, þraut- seigju og baráttu. En þótt þungur hafi róðurinn reynzt, og íþróttahúsið sé svo frámunalega ósjálegt og lágkúrulegt frá liendi húsameistara og þess opinbera, sem raun ber vitni um, þá meg- um við ekki setja það fyrir okkur, heldur skulum við fara að eins og ástríkir foreldr- ar við vangefið barn sitt, — hefja það upp og gera það fagurt að utan, og svo fullkom- ið innan, að það verði vaxið þeirri háleitu hugsjón, sem því er ætlað að vinna í þágu uppeldis þjóðarinnar, líkamlegu atgjörvi hennar og komandi kynslóða, sem ber að búa í bróðurlegu samfélagi hins nýskapaða, betra heims. En því miður á þetta sér líklega nokkuð langt í land ennþá, og þjóðin gjörsamlega á milli vita í þessum efnum. Mönnum hætt- ir svo við að fara með þessa heilsulind heil- brigðs lífs — íþróttirnar — í öfgar í hættu- legri keppni um ,,met“, „meistara“- eða „konungs“-tign, jafnvel lífi og heilsu til tjóns. Möguleikunum til líkamlegs frama er líka svo herfilega misskipt milli hinna ýmsu landshluta, að sömu lög geta alls ekki gilt þar og í Reykjavík. Þannig þarf til dæm- is að blása liíandi anda víðsýni og þekking- ar í íþróttalöggjöf vora, áður en hún á við um hina fábreyttu aðstöðu, sem víðast hvar er fyrir hendi út um land. Það lítur helzt út fyrir, að lagasmiðir þessir hafi álitið, að það væri sundhöll í hverri sveit og bæ á landi hér, rétt eins og í Reykjavík. Þið, sem kunnið að hafa áhuga fyrir jafn- rétti til handa öllum landsins börnum, — en það þykjast nú víst flestir hafa, að minnsta kosti í orði kveðnu, þótt það kosti jafnan hörð átök, ef til framkvæmda á að koma, og því blóðugri sem þjóðirnar eru á hærra menningarstigi, — getið nii íhugað með sjálfum ykkur aðstöðumuninn til sundiðkana í Reykjavík og út um land, — eins og t. d. í Fnjóskadal, þar sem enginn sundpollur fyrirfinnst, hvað þá heldur sundhöll. Nei, — í Reykjavík, — þar er ekki verið að skera neitt við neglur sér, eins og þegar á að gera eitthvað hér á Akureyri. 10 JÓLABLAÐIÐ

x

Jólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.