Jólablaðið - 15.12.1944, Qupperneq 13
★ ★ ★ ★ ★
* ★
★ ★★★★★
Þið getið nú, Akureyringar góðir, borið
saman Sundhöllina í Reykjavík, þetta guð-
dómlega musteri,*) — Austurbæjarskólann
með sína veglegu sundlaug og Háskóla Is-
lands, svo að nefnd séu nokkur dæmi, — og
hins vegar íþróttahús Akureyrar í allri sinni
nekt, hálfbúið að vísu, útlit Gagnfræðaskól-
ans nýja og svo Barnaskólann okkar í allri
sinni fátækt. Og ég hugsa um leið til bless-
aðrar sundlaugarinnar okkar með litlu,
hrörlegu klefana sína. Enginn fær þar held-
ur ofbirtu í augun, því að ekki er ljósa-
dýrðinni þar í kring svo dásamlega fyrir
*) Þó mættu Reykvíkingar halda þessu veglega must-
eri sínu, sem mig langaði svo mikið til að flytja með
ntér norður í sumar sem leið, betur við að utan. en þeir
hafa gert hingað til, með því að múrhúða bað utan á
svipmikinn hátt.
komið í skannndeginu. — Hvílíkt sinnu-
leysi, að lýsa ekki almennilega þennan stað,
sem er einn af þeim fáu, sem bærinn getur
stært sig af.
Þá hefur heldur enginn bær komið
íþróttavöllum sínurn jafn-óhaganlega fyrir
og Akureyri, — nyrzt á enda bæjarins!
Hér er allt á sömu bókina lært í þessum
efnurn.
Nokkuð löngu eftir að þessi grein er rit-
uð, vildi það hörmulega óhapp til, að
sunnudaginn 10. desember kviknaði í reið-
ingnum, sem var í kringum hitunarkatla
íþróttahússins, svo að skemmdir hlutust af,
og verður því höll æskunnar ónothæf um
ófyrirsjáanlegan tíma. — Guð hjálpi okkur.
Hver hörmungin rekur aðra.
Hefir þú keypt
Iþróttamenn íslenzkrar tungu
fallegustu bók-
ina, sem prentuð
hefir verið á Ak-
ureyri, og veiztu
það, að ágóðinn
rennur til
r
Iþróttahúss Akureyrar?
JÓLABLAÐIÐ II