Jólablaðið - 15.12.1944, Page 15
★ ★★★★★^r******
Hún hikaði snöggvast og stóð kyrr, en eitt eða tvö tár
hrutu niður á rautt, slitið gólfteppið.
Nú var hún komin í gömlu, brúnu treyjuna sína og
búin að setja upp gamla, brúna hattinn sinn. Hún snar-
aðist út um dyrnar, með pylsaþyt og þennan bjarta
glampa enn í augunum, niður stigann og út á götuna.
Þar sem hún staðnæmdist, var skilti með áletruninni:
„Frú Sofronie. Alls konar hár.“ Della hljóp upp eina
stigahæð, og jafnaði sig eftir áreynsluna.
„Viljið þér kaupa hárið á mér?“ spurði Della.
„Ég kaupi hár,“ svaraði frúin. „Takið af yður hattinn,
og látum okkur sjá, hvernig það lítur út.“
Aftur glóði brúni fossinn og liðaðist niður.
„Tuttugu dollarar,“ sagði frúin og vó hárið í æfðri
hendi.
„Látið mig fá þá fljótt,“ sagði Della.
Æ, og næstu tvær klukkustundirnar flögraði hún á
rósfögrum vængjum. Hún var að leita í vöruhúsunum að
gjöf handa Jim.
Hún fann gjöfina að lokum. Hún hafði áreiðanlega
verið búin til handa Jim og engum öðrum. Það var engin
önnur svipuð í neinu vöruhúsinu, og hún hafði bylt öllu
við inni í þeim öllum. Þetta var platínufesti, einföld og
látlaus að gerð, sem gaf gildi sitt til kynna með efninu
einu saman, en ekki með lokkandi flúri, -— eins og allir
góðir hlutir ættu að gera. Hún var jafnvel við hæfi
Úrsins. Strax og hún sá festina, vissi hún, að Jim varð
að eignast hana. Hún líktist Jim. Yfirlætisleysi og dýr-
mæti — lýsingin átti við bæði. Hún varð að gefa tutt-
ugu og einn dollar fyrir festina, og flýtti sér heim með
þau áttatíu og sjö cent, sem eftir voru. Með þessa festi
við úrið hafði Jim góða og gilda ástæðu til þess að
vera rólegur út af tímanum í hvaða félagsskap sem var.
Vegna þess, hve úrið var veglegt, varð hann stundum
að líta á það í laumi, vegna gömlu leðurólarinnar, sem
hann notaði í festarstað.
Þegar Della var komin heim aftur, hjaðnaði víman,
sem hún var í, rýmdi fyrir skynsamlegri umhugsun. Hún
tók fram hárjárnið sitt og kveikti á gasinu og fór að
bæta úr hervirkinu, sem veglyndið og ástin höfðu unnið
á henni. Og þetta er æfinlega hræðilegt verkefni, kæru
vinir, — sannarlegt Grettistak.
Á fjörutíu mínútum var höfuðið á henni orðið alþak-
ið örlitlum, þétthrokknum lokkum, sem gerðu hana und-
arlega líka hylsknum skóladreng. Hún horfði lengi á
mynd sína í speglinum, vendilega og með gagnrýni.
„Ef Jim verður ekki búinn að myrða mig,“ sagði hún
við sjálfa sig, „áður en hann lítur mig í annað sinn, veit
ég hann segir, að ég líti út eins og dansmær frá Cony
Island. En hvað gat ég gert — ó! hvað gat ég gert með
einn dollar og áttatíu og sjö cent?“
Klukkan sjö var hún búin að laga kaffið, og steikar-
pannan stóð á ytri hringnum á eldavélinni, heit og til-
búin til að brúna rifjasteikina.
Jim var aldrei seint fyrir. Della lagði úrfestina sam-
an í lófa sér og sat við borðshornið nálægt dyrunum,
sem hann æfinlega kom inn um. Þá heyrði hún fóta-
takið hans í þrepunum niðri á fyrstu stigahæð, og hún
fölnaði snöggvast upp. Hún hafði þann vana að bera
fram litlar bænir í hljóði út af einföldustu hversdags-
viðburðum, og nú hvíslaði hún: „Guð minn góður, láttu
honum lítast vel á mig ennþá.“
Dyrnar opnuðust, og Jim kom inn og lokaði á eftir
sér. Hann var magur og mjög alvarlegur. Aumingja pilt-
urinn, hann var tuttugu og tveggja ára — og hafði þó
þegar fyrir fjölskyldu að sjá! Frakkinn hans var orðinn
snjáður, og berhentur var hann.
Jim nam staðar frammi við hurðina, grafkyrr eins
og skothundur, sem hefir fundið lyktina af akurhænu.
Hann hafði ekki augun af Dellu, og það var eitthvað
í augnaráði hans, sem hún gat ekki ráðið í, og það fyllti
hana skelfingu. Það var ekki reiði, né undrun, né van-
þóknun, né viðbjóður, né nein af þessum tilfinningum,
sem hún hafði hálfgert búizt við. Hann bara starði á
hana með þessum einkennilega svip í andlitinu.
Della vatt sér ofan af borðinu og gekk á móti honum.
„Jim, elskan,“ sagði hún, „horfðu ekki svona á mig.
Ég lét klippa af mér hárið og seldi það, af því að ég
get ekki lifað jólin, án þess að gefa þér eitthað í jóla-
gjöf. Það vex aftur — þér er sama, er það ekki? Ég
varð bara að gera það. Hárið á mér vex svo hræðilega
fljótt: Bjóddu mér „Gleðileg jól!“, Jim, og við skulum
vera hamingjusöm. Þú veizt líka ekki, hve snotra —
hve fallega, snotra gjöf ég er búin að finna handa þér.“
„Þú ert búin að láta klippa af þér hárið?" gat Jim
loks stunið upp með erfiðismunum, eins og hann hefði
ekki enn áttað sig á þessari augljósu staðreynd, þrátt
fyrir ströngustu andlega áreynslu.
„Klippa það og selja,“ sagði Della. „Þykir þér ekki
eins vænt um mig, þrátt fyrir það? Ég er sú sama, hvað
sem hárinu líður, er ég það ekki?“
Jim leit í kringum sig í herberginu forvitnislega.
„Þú segir, að hárið á þér sé farið!“ sagði hann, nærri
því fábjánalegur á svipinn.
„Það er til einskis fyrir þig að vera að skima eftir
því,“ sagði Della. „Ég sagði þér, að ég hefði selt það
— það er selt og farið. Og nú er aðfangadagskvöld,
drengur. Vertu góður við mig, því að ég fargaði því
vegna þín. Má vera, að hárin á höfði mér hafi verið
talin,“ hélt hún áfram með alvöruþrunginni blíðu, „en
enginn getur nokkru sinni reiknað saman, hvað mér
JÓLABLAÐIÐ 13