Jólablaðið - 15.12.1944, Side 23
★ ★★★★★
★ ★★★★★
1
Nýjar úrvalsbœkur!
s
s
s
s
s
s
s
s
W
Ritsaín Einars H. Kvaran í 6 bindum. í ritsafninu eru öll skáldrit hans, bæði sögur,
leikrit og ljóð. Safnið er prentað á góðan pappír, um 2500 bls. að stærð. Hver ein-
asti bókamaður og hvert einasta bókasafn á landinu verður að eignast ritsafn
þessa ástsælasta allra íslenzkra höfunda. Jakob J. Smári sá um útgáfuna.
Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar hafa verið ófáanleg árum saman. En nú hafa
þau verið prentuð í heild og gefin út í snoturri útgáfu, sem Freysteinn Gunnars-
son hefir séð um. — Enginn góður íslendingur getur verið án ljóðmæla Jónasar
Hallgrímssonar.
Hallgrímsljóð. Sálmar og kvæði eftir Hallgrím Pétursson. Hallgrímsljóð eru smekk-
lega og fallega gefin út, eins og vera ber. Freysteinn Gunnarsson gaf út.
Sagnakver. Alþýðlegur fróðleikur í bundnu máli og óbundnu. Safnað hefir Snæ-
björn Jónsson. I Sagnakverinu eru margir góðir þættir, ljóðabréf, stökur o. fl.
Arni. Skáldsaga eftir Björnstjerne Björnson. Þýðing Þorsteins Gíslasonar ritstjóra.
Arni er ein af perlunum í norrænum bókmenntum og er sagt, að Björnson hafi
talið söguna sitt bezta verk. Francis Bull segir í bókmenntasögu sinni 1937, að
ýmislegt, bæði í lausu og bundnu máli Árna sé meðal þess, sem langlífast verði
í norskum bókmenntum nítjándu aldarinnar. Inngangskaflinn, um að klæða fjall-
ið, er heimsfrægt snilldarverk. Mörg af beztu kvæðum Björnsons eru fléttuð inn
í söguna af Árna. Ámi er ein af þeim bókum, sem þér getið ekki gengið fram
hjá, þegar þér kaupið góðar bækur.
Leifturbækurnar verða eins og að undanförnu jólabækurnar.
Fást hjá öllum bóksölum og
H.f. Leiftur
Tryggvagötu 28, Reykjavík. Sími 5379.
JÓLABLAÐIÐ 21