Fréttablaðið - 28.10.2017, Page 2

Fréttablaðið - 28.10.2017, Page 2
2 FRÉTTIR • FRÉTTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Veöur 4° kf5 4“ 'ilÁ 5° ThO 7“ "N4 7° 3 Norðan 5-13 m/s i dag. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en skýjað norðaustan til á landinu og dálitil él þar síðdegis. Hiti 5 til 10 stig, en fer kólnandi síðdegis. SJÁSÍÐU54 Vinstri stjórn í kortunum kosnincar Samtal um myndun ríkisstjórnar frá vinstri til miðju er komið á fullt milli nokloirra flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðs- ins. Einn viðmælandi blaðsins geng- ur svo langt að fullyrða að vinstri stjórn verði svo gott sem innsigluð strax á kosninganótt. Vinstri græn og Samfylking eru burðarásarnir í þeirri stjórn sem er í kortunum. Flokkarnir tveir ná 24 mönnum á þing samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins og vantar því átta þingmenn til að ná meirihluta á þing. Enginn þeirra þriggja flokka, Viðreisn, Framsóknarflokkur og Píratar, sem sagðir eru eiga aðild að því vinstra samtali sem er í gangi, hefur nægan þingmannafjölda til að hægt sé að mynda þriggja flokka stjórn, miðað við nýjustu kannanir. 11 Vinstri græn og Sam- Sigurður Jóhannesson tók á móti þremur brettum af frosnum hákarli í vikunni. Hann var að undirbúa hákarlinn undir verkun þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í Gróttu. Fyrst þurfti Sigurður auðvitað að ganga úr skugga um að allt væri með felldu og fékk sér vænan bita. Næst þarf að leyfa hákarlinum þiðna. Hann er síðan settur undir farg og að lokum látinn hanga. Hákarlinn er svo tilbúinn eftir tvo mánuði. fréttablaðið- eyþór Formaöurinn getur ekki kosiö flokkinn Pálmey Gísladóttii; formaöur Dögunar, er búsett í Reykjavík en flokkur hennar býóur einungis fram í Suóurkjördæmi þar sem hún er á ffamboóslista. Hún hefur ekki ákveöió hvaöa stjórnmálaflokkur fær atkvæöi hennar á kjördag. Pálmey er ekki búin að ákveða hver fær atkvæði hennar. fréttablaðið/ernir fylking ná 24 mönnum á þing samkvæmt könnun 365. Forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru hins vegar með ólík sjónarmið um hverjir þessara flokka eigi að mynda límið í stjórn; Framsóknarflokkurinn eða Viðreisn báðir saman eða annar hvor þeirra að Pírötum viðbættum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins vilja Samfylkingarmenn heldur mynda stjórn með Pírötum og Við- reisn enda eiga þessir flokkar mun meira sameiginlegt málefnalega en Samfylkingin og Framsóknar- flokkurinn og má þá nefna bæði stjórnarskrármálin og áherslur í Evrópumálum. Þá telja heimildarmenn blaðsins líklegt að Samfylking gangi með öðrum hvorum þessara flokka og jafnvel báðum til formlegra við- ræðna um stjórnarmyndun og leiki þannig sama leik og Björt fram- tíð og Viðreisn gerðu eftir síðustu kosningar.-aá Umfangsmikil kosningavakt STIÓRNMÁL Kosningavaktin á Vísi hefst eldsnemma á kjördag en blaðamenn Vísis munu standa vaktina næstu tvo sólarhringa. Aukafréttatími Stöðvar 2 hefst síðan klukkan 12.00 en að þeim loknum tekur Víglínan við. Þar ræðir Heimir Már Pétursson við góða gesti um stjórnmálin og kosningabaráttuna sem senn erá enda. Klukkan 20.40 á laugardag hefst Risastóri kosningaþátturinn með Gumma Ben en um leið og kjör- staðir loka klukkan 22.00 tekur fréttastofa Stöðvar 2 við. Þar verður greint frá fyrstu tölum en frétta- menn 365 verða í beinni útsendingu frá kosningavökum flokkanna. Á sunnudaginn klukkan 12.20, eða strax að loknum aukafréttatíma í hádeginu, tekur Heimir Már síðan á móti formönnum flokkanna þar sem farið verður yfir niðurstöður kosninganna.-khn STJÓRNMÁL „Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dög- unar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingis- kosningarnar2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær henn- ar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokk- ar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunriur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum," segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fýrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Eg ólst upp í mjög pólitísku á&M Ég er í rauninni ekki búinaóákveða neitt. Þaó eru rnargir góöir ftokkar sem eru meó mjög góó málefni. Pálmey Gisladóttir, formaöur Dögunar umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna," segir Pálmey Og hlær. haraldur@frettabladid.is afsláttur af 210 stk. Nicorette nikótínlyfjatyggigúmmii • Allar bragðtegundir • 2 mg og 4 mg Fruitmint - Classic - Whitemint - Freshmint Gildir til 12. nóvember 2017 Apótekarinn+ WWW.apotekarinn.iS - lægra verð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.