Fréttablaðið - 28.10.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 28.10.2017, Síða 4
4 FRÉTTIR ■ FRÉTTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR lWSlM»WMII»WMlíWIWM«IWWWWWWWWWWWWWWWM«WWWWWWWWWWWWWWWWaWWWIII TÖLUR VIKUNNAR 22.10.2017 TIL 28.10.2017 mánuóum eftir að nemar í námi til lög- gildingar fasteigna- og skipasala við HÍ þreyttu lokapróf fengu þeir einkunn í áfanganum. Prófgögnin týndust þegar þau voru send í pósti til kennara námskeiðsins sem býr í Austurríki. milljaróar króna er umfram eigið fé í rikis- bönkunum tveimur samkvæmt greiningu hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja. krónur eru greiddar úr rikissjóði á ári til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. milljónum króna varði Húnaþing vestra til refa- og minkaveiða frá 1. sept- ember 2016 til 31. ágúst 2017. 31-29 fyrir ísland voru úrslitin i vináttu- landsleiknum við Svíþjóð. kvenna eru með yfir milljón króna í laun á mánuði. 15 prósent karla eru með yfir milljón á mánuði. Þrjú i fréttum Koss, siöferöi og iönnám Brynjar Níelsson alþingismadnr bað Steinunni Þóru Árnadóttur afsölcunar á að hafa spurt hvort hann mætti kyssa hana á fundi Siðmenntar sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Hann kvaðst með því hafa verið að lýsa ánægju yfir málflutningi hennar en kersknin hefði verið misheppnuð. Agnes M. Siguröardóttir biskup sagði ekki siðferði lega rétt að stela gögnum og fara ábakviðfólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Ummælin vöktu mikla athygli og voru þau sett í samhengi við Lögbannsmálið svo- kallaða. Hundruð hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni í kjölfarið. ChuongLeBui víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, fékk s( bréf frá Útlend- ingastofnun þess efnis að hún hefði ekki lengur land- vistarleyfi sem námsmaður. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðn- um af fjórum. í nýjum útlendinga- lögum sem tóku gildi í janúar er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi. Ekki er minnst á iðnnám í lögunum. Kvartanir hrönnuöust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga þaö sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röö. Langflestar kvartanir snúa aö seinkunum hjá WOW air. Stór hluti kvartana til Samgöngustofu er til- kominn vegna þess aö félagið hefur ekki svaraó. Neytendur i dag eru betur upplýstir um réttindi sín. SAMGÖNGUR Algjör sprenging hefúr orðið í fjölda kvartana sem Sam- göngustofu berast ffá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefúr tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömu- leiðis. Neytendur eru betur upp- lýstir nú um réttindi sín, segir Sam- göngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundur- liðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Sam- göngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri. Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Sam- göngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, sam- skiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. WOW Air, flugféiag Skúla Mogensen, stendur upp úr þegar tölur yfir kvartanir til Samgöngustofu eru skoðaðar. fréttablaðið/anton ^ Kvartanir til Samgöngustofu Flugfélag Fjöldi Aflýsing Seinkun Neitun Farangur Annað Wow Air 582 58 475 30 12 7 Vueling 64 25 37 2 lcelandair 61 12 46 1 2 Norwegian 50 9 41 Primera 39 38 1 Wizz Air 29 10 17 1 1 AirlcelandConnect 18 10 8 Air Berlin 13 13 Easyjet 9 1 8 Önnurfélög 30 8 20 2 Samtals 895 146 690 34 16 9 „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvö- faldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvö- földun kvartana flugfarþega frá því sem var2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásætt- anlegt en skýrist af þeirri miklu stældcun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað far- þegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað við- skiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafl stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefn- ir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum." mikael@frettabladid.is HVERNIG A REYKJAVIK AÐ VERA? Áhugaverð og aðgengileg bók um borgir og borgarskipulag eftir Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðinsdóttur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.