Fréttablaðið - 28.10.2017, Side 26

Fréttablaðið - 28.10.2017, Side 26
26 FRETTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Þegar búiö er aö telja atkvœdin Skýrar reglur gilda um hvernig skal greiða atkvæði og hvað tekur við þegar búið er að telja öll atkvæðin. Hvaða flokkar fá þing- menn og í hvaða kjördæmum. Fréttablaðið ákvað að líta á hvaða út- reikningar búa að baki þingsætunum. Jóhann Óli Eiðsson johannoli@frettabladid.is dag er kjördagur og minna en ár liðið frá síðustu þing- kosningum. Þrátt fyrir að kosningar séu hér nú nánast árlegur viðburður ákvað Fréttablaðið að fara yfir ýmsa praktíska hluti varðandi kosning- arnar. Meðal þess sem tæpt verður á er hvernig þú tryggir að atkvæði þitt sé gilt og hvernig þingsætum er úthlutað. Á sjötta tímanum í dag er skipt um kjörkassa í kjördeildum lands- ins. Fyrri kössunum er skutlað á talningastaði áður en kjörfundi lýkur og talningarfólk vinnur baki brotnu við að tryggja að íyrstu tölur liggi fyrir skömmu eftir að kjörstöð- um verður Iokað. Snemma í fyrra- málið ættu lokatölur á landinu öllu að liggja fýrir. En þó að atkvæðafjöldi allra flokka liggi fyrir þá er ennþá eftir að deila þingsætum niður á þá „þannig að hver samtök fái þing- mannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“. Til- vitnunin er úr 31. gr. stjórnarskrár íslands en í henni er kveðið á um kjördæmaskipan og úthlutun þing- sæta. Greinin er eitt þeirra ákvæða stjórnarskrárinnar sem hvað oftast hefur tekið breytingum. Því var síðast breytt árið 1999 til núverandi horfs. Með breytingunni var veitt heimild til að ákveða kjördæma- skipan með almennum lögum. Kjördæmi landsins eru alls sex en núverandi kjördæmaskipan hefur verið við lýði frá árinu 2003. Með breytingunum var stefnt að í fyrstu er kjördæmiskjörnum þingmönnum úthlutað í hverju kjördæmi fyrir sig. Það er gert með svokallaðri D'Hondts-reglu. Sú regla er einföld og hefur verið notuð hér á landi nær alla tíð. Reglan er afar einföld. Deilt er í atkvæðatölur framboðanna, fyrst með 1, síðan með 2, því næst með 3 o.s.frv. Gengið er á allar útkomutölurnar og sætum úthlutað þar til kjördæmissætin eru tæmd. Séu tvö framboð jöfn skal varpa hlutkesti til að ákvarða i hvaða röð þau hljóta þingsæti. Til skýringar höfum við búiö til Þykjustuland. Landið skiptist í þrjú kjördæmi, Landsbyggðina, Platbæ og Þykjustubæ. íbúar landsins eru fyrirmyndarkjósendur. Allir mæta á kjörstað, enginn gerir ógilt og þetta árið skiiaði enginn auðu. Hér sjáum við lokatölur úr stærsta kjördæminu, Landsbyggðinni, en i því eru sjö kjördæmisþingmenn. FYRRIKOSSUNUM ER SKUTLAÐ Á TALNINGA- STAÐIÁÐUR EN KJÖR- FUNDI LÝKUR OGTALN- INGARFÓLK VINNUR BAKI BROTNU VIÐ AÐ TRYGGJA AÐ FYRSTU TÖLUR LIGGI FYRIR SKÖMMU EFTIR AÐ X Y Z Atkvæði 2150 3000 1500 Deilt með 2 1075 1500 750 Deilt með 3 716,67 1000 500 Deilt með 4 537,5 750 375 Deilt með 5 430 600 300 Y-listi nýtur mestrar hylli kjósenda og fær hann því fyrsta mann kjör- dæmisins. Siðan kemurfyrsti maður X-lista. Hluta þarf til um hvort Y eða Z fær þriðja manninn. Sama gildir um síðasta manninn (Ijósari liturinn). Utreikningur og úMitun iö&iumrsæta Ákvörðun jöfnunarsæta hefur i gegnum tíðina reynst mörgum öllu erfiðari viðureignar. Ákvörðun þeirra ertviþætt, fyrst þarf að ákvarða hvaða fram- boð fá jöfnunarsæti og í hvaða röð. Því næst er ákveðið i hvaða kjördæmum þau fá sætin. Við út- hlutun jöfnunarsæta þarffram- boð að hafa hlotið minnstfimm prósent atkvæða á landsvísu. Hins vegar er ekkert sem útilokar að framboð geti náð kjördæmakjörnum manni þó það nái ekki yfir fimm pró- senta þröskuldinn. Við heildarskiptingu jöfnunarsæta er D'Hondts-reglan brúkuð á nýjan leik. Heildaratkvæðatölu hversflokks er deilt með þeim heiltölum sem koma i kjölfar á fjölda kjördæmis- sæta flokksins. Útkomur deilinganna eru kallaðar landstölur. Tölur úr öllum kjördæmunum þremur liggja fyrir og búið er að hluta um síðasta mann Landsbyggðarinnar. Var það Z-listi sem vann hlut- kestið. í Fyrirmyndarlandi eru fjórir jöfnunarþingmenn, tveir á Lands- byggðinni en einn í hvorum bæ. Hér að neðan sjást landstölurnar. X Y Z Kjördæmiskjörnir þingmenn 6 8 5 Heildaratkvæði á landsvísu 5426 6450 4774 1. landstala 775,14 716,67 795,67 2. landstala 678,25 645,00 682,00 3. landstala 602,89 586,36 596,75 4. landstala 542,60 537,50 530,44 Z-listi er með hæstu landstölunar ogfær því fyrsta jöfnunarþingmann- inn. Þar á eftir kemur X-listi, þriðji jöfnunarmaðurinn fellur í hlut Y-lista og að endingu fær Z-listi annan jöfnunarmann. Þegar allt hefur verið talið fá X- og Z-listi því sjö þingmenn hvor en Y-listi endar með níu. KJORSTAÐIR LOKA. því að jafna atkvæðavægi en fyrir breytingarnar gat atkvæði Vestfirð- ings vegið allt að fjórfalt meira en atkvæði Reyknesings. Nú er kveðið á um að séu kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti helmingi færri í einu kjördæmi en öðru sloili færa þingsæti á milli kjördæmanna. Þetta hefur í tvígang gerst. í bæði skiptin fjölgaði þingmönnum Suð- vesturkjördæmis á kostnað Norð- vesturkjördæmis. Einn jöfnunarmaður er í hverju landsbyggðarkjördæmi en tveir í Reykjavík og Kraganum. í Norð- vestur eru alls átta þingmenn, tíu í Suður- og Norðausturkjördæmi. Ellefu þingmenn eru í hvoru Reykja- víkurkjördæmi og að endingu eru þrettán í Suðvestur. Þegar það liggurfyrir í hvaða röð fiokkarnirtaka sæti þarfaðfinna út í hvaða kjördæmi sætin falla. Það er gert með þvi að finna þann lista framboðsins þar sem atkvæðatala er hæst hlutfall af heildartölu gildra atkvæða i hlutaðeigandi kjördæmi. Jöfnunarsætin eru eitt í hverju landsbyggðarkjördæmanna en tvö í Reykjavík og i Kraganum. Þegar öllum jöfnunarsætum kjördæmisins hefur verið úthlutað kemur það kjördæmi ekki frekar til álita við slíka úthlutun. Hér að neðan sjást hlutfallstölur hvers lista fyrir sig í kjördæmunum. Fyrsti jöfnunarmaðurinn fer til Z og fellur til þar sem hlutfallið er hæst. ■■■■■■■■■ X Y Z Landsbyggðarkjördæmi 1 10,777% 11,278% 7,519% Landsbyggðarkjördæmi 2 8,083% 9,023% 5,639% Platbær 10,540% 10,600% 12,960% Þykjustubær 11,110% 8,000% 13,187% Z fær sinn fyrsta mann i Þykjustubæ. Næst tekur X-listi mann. Þó hans hæsta tala sé í Þykjustubæ þá hefur Z-listi klárað jöfnunarmenn kjör- dæmisins. Þvi tekur X-listi fyrri jöfnunarmann Landsbyggðarinnar. Y-listi fær mann í Platbæ sem skilur Z-lista nauðugan eftir með seinni mann Landsbyggðarinnar. Skiptir ekki nokkru máli þó hinar tölurnar séu hærri. Hvernig tryggi ég að atkvæði mitt sé gilt? [ hverjum kosningum gerist það að einhver atkvæði eru haldin göllum sem ógilda þau. I kosningalögum er kveðið skýrt á um það hvernig skuli bera sigað i kjörklefanum. • Kjósandi greiðir atkvæði með því að „marka með ritblýi kross í ferning fyrir framan" listabókstaf þess framboðs sem hann vill kjósa. Þá má hafna fram- „ t bjóðendum / ^ þess I ista með — J því að strika yfir nöfn þeirra. Einnig má endurraða frambjóð- endum með því að rita tölu- stafínn 1 fyrirframan nafn þess sem kjósandi vill hafa efst, 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill hafa næst og svo koll af kolli. i Öll önnur einkenni en þau sem nefnd eru hér fyrirframan ógilda atkvæðið. Algengar ástæður ógildingar eru til að mynda þær að einstakl- ingur kýs einn lista en strikar yfir frambjóðanda á öðrum lista. Slikt má ekki. Þá má ekki merkja við flokk með bros- kalli, hjarta eða einhverju öðru tákni en krossi. Harðbannað er að rita nafn sitt á kjörseðilinn. • Orðin „marka með ritblýi" eru tekin nokkuð bókstaflega. Kjós- anda er óheimilt að merkja við framboð með því að nota penna og getur það ógilt kjörseðilinn. • Kjörseðillinn kemur í ákveðnu broti og ber að setja hann I sama broti ofan í kjörkassann. Það að brjóta hann saman á annan veggeturógilt atkvæðið. • Þá eru mynda- tökur bannaðar " ---- inni i kjördeild ogóheimilterað dýr eða börn séu inni i kjörklefa þegar atkvæði er greitt. Þarftu aðstoðarmann? Sé kjósandi ófær um að kjósa sjálf- ur á þann veg sem kveðið er á um i lögunum getur hann óskað eftir að meðlimur kjörstjórnar aðstoði hann eða hans eigin aðstoðar- maður. Heimilt er að veita slíka að- stoð sé kjósandinn „sjónlaus" eða sé honum „hönd ónothæf". Önnur tilvik, svo sem þroskaskerðing eða ólæsi, heimila ekki að kjósanda sé veitt aðstoð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.