Fréttablaðið - 28.10.2017, Side 36

Fréttablaðið - 28.10.2017, Side 36
36 HELGIN • FRÉTTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Jón Kalman segist fyrst ogfremst vilja snerta lesandann og hræra í honum, að skáldskapur hans hafi áhrif, en hver hann sjálfur er skipti minna máli. fréttablaðid/stefán , Þetta er samsvarandi spumingunni: Hver er þín skylda sem manneskja? En áttu sem listamaöur aö glíma við heiminn eöa viö sjálfan þig? Þaö er þarna skáld í bókinni, fööurbróöir Ástu, og hann er aö glíma viö þessa spurningu, þennan efa. Hann er mód- ernisti og sem slíkur vill hann ekki yrkja um sjálfan sig, honum fínnst þaö vera hálfgert vændi, meðal ann- ars vegna þess að heimurinn sldptir meira máli en hann. Ég er aö sumu leyti sammála honum, en samt ekki, því sem skáld þá geturðu ekki komist hjá því aö yrkja um sjálfan þig. Mér fínnst mikilsverðara aö skrifa um aöra en sjálfan mig, mikilvægara aö skrifa um heiminn, en ekkert er aug- ljóst, hér eru engar skýrar línur vegna þess aö skáldskapur er svo persónu- legt form. Einkum ef þú skrifar út frá ljóðinu eins og ég geri sumpart. Þá kemur alltaf eitthvað af þínu blóöi meö.“ Ljóðið í skáldsögunni Saga Ástu felur í sér mikinn sam- runa ljóðs og prósa - iíkast til meira en nokkru sinni í verkum Jóns Kal- mans. Himinninn leikur þar líka nokkuö stórt hiutverk og því ekki úr vegi að spyrja höfundinn - ertu Skýið í buxunum í þessari bók? Nú hlær Kalman en segir þó léttur: „Majak- ovskí var mitt skáld lengi vel. Ég er sá sem kem þessum heimi áfram og sjálfsagt er ég víða - alls staðar og hvergi, og er þannig séö ský í buxum. Ég myndi í það minnsta taka að mér aö vera himinninn einn dag og þaö má aö vissu leyti segja að himinninn sé sögumaður bókarinnar. En þaö er alltaf þessi glíma, aö koma þeim heimi sem helteltur mann áleiðis á sem bestan og áhrifamestan hátt. Til þess reynir maöur að nota alla þá tæloii og möguleika sem maöur býr yfír. Þó svo ég hugsi aldrei um lesand- ann þegar ég skrifa þá vil ég auðvitað fyrst og ff emst að skáldskapur minn hafí áhrif, aö hann skipti máli. Snerti lesandann og hræri í honum. Ef það heppnast þá er þaö aðalatriöiö - hver ég er skiptir minna máli.“ Nú ert þú með djúpar rætur í Ijóð- inu og ætlaðir aö verða ljóðskáld. Færir ljóðið þér ákveöna hæfni? Gerir þaö þig færari og viðkvæmari? Þú leyfir þér aö vera viðkvæmur ólíkt mörgum kyn- og starfsbræðrum þínum. „Ég er sá sem ég er. Ég hef aldrei tekið meövitaöa ákvöröun um þaö hvémig ég skrifa, útkoman byggir alltaf á tilfinningu og ein- hverju ómeövituöu. Einhverju sefn kemur að innan. En ég man aö mér gekk bölvanlega þegar ég byrjaði aö skrifa prósa. Eg Mundir þú eftir að bursta og skola í morguit? GUM eru hágæöa tannvörur á ' intnæ*** ^a^eð GU^ r . * V I W8» l MáS fj 1 *«“>**■ a I n SUNSTAR OrigbafítMb, FOB STAJOtA OCH NATUHLK ... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkaðum atfar uppiýsingar ð www.ircecare.is skrifaöi tvær skáldsögur sem ég henti og enginn fékk að lesa sem betur fer. Þær voru alveg hræöilegar. Ég sá eftir á að ég var einfaldlega ekki búinn aö finna mína fjöl, minn takt, var ekki búinn að læra að anda í slcáld- skapnum. Þessar vondu skáldsögur voru miklu hefðbundnari en það sem ég gerði síðar, eöa þegar ég loks datt niður á þá æö og þá opnaðist eitthvaö. Og ég áttaði mig á því, þaö bara kom, að fyrir mér er ekki svo ýkja mikill munur á ljóði og prósa. Eöa kannski: Ljóöið er Trójuhestur skáldsögunnar... En auövitaö er elckert sem tekur fram góöu ljóði. Þaö er eins og bestu skáldin geti þjappaö öllum alheim- inum saman í fáeinar línur. Góð ljóð eru þannig að þú getur lesið þau alla þína ævi, aftur og aftur, hundraö sinnum á ári, og alltaf skynjað eitt- hvað nýtt. Ég er aö reyna aö koma þessu inn í skáldsöguna. Þaö búa svo miklir möguleikar í ljóöinu, eöli þess og andardrætti að þaö er fáránlegt að nota það ekki aö stækka skáldsöguna meö því að segja sögu en líka yrkja ljóö um leið. Þannig var þaö í upp- hafi, ég er þá að hugsa um kviöur Hómers - þær eru skáldsögur í ljóð- um. Þetta er nauðaskylt en við erum svo takmörlaiö aö viö erum alltaf að flokka hluti í stað þess að láta þá vinna saman. Fyrir mér er tónlistin líka hluti af þessu, skáldsaga, ljóð og tónlist. En þetta er auövitað bara mín leið, mín aðferð. Skáldsagan býr yfir endalausum möguleikum, ég er bara að nýta hluta þeirra." Tvær tíkur og ástin Jón Kalman segir að eftirsjá og sökn- uður séu gegnumgangandi í þessari sögu. „Eftirsjáin eftir því sem er farið og þú hefur misst, en líka því, og ekki síður, sem þú hefur ekki gert. Því sem þú megnaðir ekki að gera, eða þorðir ekld. Mig grunar og ég óttast að eftir- sjáin sé sterkari þráður í lífi fólks en við viljum almennt gangast við, en það er hins vegar spennandi að glíma við það sem höfundur, það varpar svo miklu ljósi á manneskjuna, þetta flókna íýrirbæri. En um leið og maður fer inn í taugakerfið og hjart- að og segir sögu tilfinninganna, þá er maður líka einfaldlega að segja sögur af atvikum smáum sem stórum sem detta í fangið á manni og fá mann til að brosa. Og er það ekki brosið sem gerir þessa plánetu byggilega? En ég er jafnframt alltaf, sama hvað ég er að skrifa um, að takast á við minn 99 DAÐÐINN ER EITTHVAÐ SEMVIÐ STEFNUM AÐ Á HVERRISEKÚNDU, VIÐ ERUM SEM BETUR FER EKKI MEÐVITUÐ UM ÞAÐ ÖLLUM STUNDUM, EN HANN NÁLGAST OKKUR STÖÐUGT. samtíma, umhverfi mitt nær og fjær, takast á við stjórnmál á íslandi og loftslagsbreytingar í heiminum, og spurninguna um hvort það séu til fleiri alheimar. Fyrir mér er þetta allt undir og allt eitt og hið sama. Ég hef alltaf haft þessa þörf fyrir að koma að gagni og gagnrýna það sem þarf að gagn- rýna. En það er þrennt sem er einna erfiðast að skrifa um. Það er ádeila - pólitík - það er erótík - þessar tvær tíkur og ástin. Hvað mig varðar þá er ádeilan mér erfiðust. Það er eitthvað sem ég hef verið að glíma við frá því að ég byrjaði. Þetta er í ættinni því frændi minn, Hannes Sigfússon, barðist við þetta nákvæmlega sama og stórskemmdi sumar af sínum bókum með því að vera of ákafur í ádeilunni. Hann var fyrstur til þess að viðurkenna það seinna meir. Það er ekki öllum gefið að skrifa ádeilu. Það er ekki öllum gefið að skrifa bók á borð við Meistarann og Margarítu sem ristir í sundur samfélag kúgunar oggrimmdar. En mér finnst að maður eigi að reyna það sem listamaður ef maður mögulega getur. Ef það er ekki í þér þá gerir þú það ekki, ekki beint það er segja, en öll list er í sjálfu sér andóf. Listin er alltaf í stjórnarandstöðu og þess vegna enda allir listamenn í helvíti. Alltaf í andstöðu. Ef maður er sendur í himnaríki þá er maður strax farinn að gagnrýna skipan mála þar og verður því sparkað þaðan. En þetta er eitthvað sem mér finnst skipta máli. Að reyna að gera þetta ef maður mögulega getur. Að rista sam- félagið í sundur." Múrverk og dauðinn Jón Kalman gefur sér stund til þess að hugsa málið og leggur í fram- haldinu áherslu á að skáldskapurinn verði alltaf að ráða. „Ef þú reynir að þröngva einhverju inn í skáldskap- inn, ádeilu eða erótík, getur lesand- inn fengið á tilfinninguna að þetta þurfi ekki að vera, og þá ertu búinn að svíkja sjálfan þig. Allt á að koma vegna þess að það þarf að koma. Þarf að vera þarna. Hvort sem það er erótík eða pólitík þá verður það að vera samofið sögunni og full- komlega á hennar forsendum. Ef þú nefnir Donald Trump án þess að það þurfi að nefna hann í sögunni þá er allt unnið fyrir gýg og Donald Trump búinn að vinna enn einn sigurinn." Er þetta afstaða ljóðskáldsins til tungumálsins - engu má vera ofaukið? „Nei, sko, pabbi minn var múrari, og þú leggur ekki flísar, steypir vatnsbretti, múrar vegg með röngum aðferðum eða efnum. Þetta er nákvæmnisvinna og það eru sömu lögmál sem ríkja i múrverki og skáld- skap. Þú verður að gera eins vel og þú mögulega getur, annars molnar úr veggnum, lekur með vatnsbrettinu. Og þá hefur þú brugðist." En í þessari sögu segir: „Að skrifa er að berjast við dauðann" - hann er alltaf nærri, heldur alltaf í hinn endann á öllum þráðum. Er þá alltaf svona mikið undir við skriftirnar? „Það er tvennt sem við vitum: Að við fæðumst og að við deyjum. Þetta sem er þar á milli kallast líf. Dauðinn er eitthvað sem við stefnum að á hverri selcúndu, við erum sem betur fer ekki meðvituð um það öllum stundum, en hann nálgast oklair stöðugt. Ég veit eklci hvort það spilar inn í að móðir mín dó þegar ég var fimm ára gamall, það var minn heims- endir. Hvort það hafi haft þau áhrif að allt frá því að ég man eftir mér þá hefur dauðinn verið mér mjög hug- stæður. Mér finnst að það að skrifa sé orrusta mín við dauðann. Mín tilraun til þess að yfirstíga hann en jafnframt langar mig til að vita hver dauðinn er. Hvað ber hann með sér? Hvað er á bak við dauðann? Er eitt- hvað á bak við hann? Ég er alltaf að reyna aö komast að því og er sann- færður um að mér muni takast það, að ég muni komast að því, að ég muni sjá inn í ríki dauðans."

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.