Fréttablaðið - 28.10.2017, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 28.10.2017, Qupperneq 40
40 HELGIN • FRÉTTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Ljósubók og bíll líflegir safngripir Einn hlutur í Safna- húsi Borgarfjarðar bætir stöðugt við gildi sitt. Það er bók sem ljósubörn Jóhönnu Jóhanns- dóttur skrá nöfn sín og fæðingarár í þegar þau heim- sækja safnið. Á níu árum hafa safnast í bókina nöfn á þriðja hundrað manns. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is jósubókina setti ég fram áriö 2008 og hún er orðin í senn verömæt heimild um starfsævi mikilsvirtrar ljósmóöur og merkur safngripur." Þetta segir Guörún Jónsdóttir, for- stöðumaður Safnahúss Borgar- fjaröar, um leið og hún sýnir bók meö fjölda nafna og fæðingarártala fólks sem Jóhanna Jónsdóttir, ljós- móöir í Borgarnesi, tók á móti á starfsferli sínum sem stóð frá 1942 langt fram á áttunda áratuginn. Guörún gleðst yfir hverju nafni því gögn Jóhðnnu um fæðingar eru glötuð, en hennar umdæmi náði yfir Borgarnes, Álftanes- hrepp, Hraunhrepp og Borgar- hrepp. „Jóhanna fór á heimilin og sat yfir konum, sumar tók hún heim til sín ef hún hafði sérstakar áhyggj- ur af þeirri," segir Guðrún. Nöfnin í bókinni eru komin á þriðja hundrað og alltaf bætist við. Þannig er sagan í sífelldri sköpun. „Við fengum sex ný nöfn einn dag- inn nýlega," segir Guðrún. „Tvær mæður komu og skrifuðu börnin sín. Við leyfum að mæður skrifi fyrir fjarstödd börn. Sumar geta þess hvar þau fæddust - í Brákarey, í Olgeirshúsi. Þær hafa líka skrifað fyrir börn sem dóu í fæðingu eöa næstum fullburða, óskírð. Nokltrir sem ritað hafa nöfh sín í bókina eru Iátnir nú." íbúar Hong Kong og Grikklands Fólk kemur misjafnlega langt að til að auka við heimildirnar, eins og Guðrún lýsir. „Á ég ekki að skrifa í einhverja bók hér?“ spurði ein kona sem kom hér inn og var þá ' búsett í Hong Kong en er Borgnes- ingur að uppruna. Hingað kom líka maður fýrir fáum dögum sem býr í Grikklandi núna og var hér á ferð en fæddist í Borgarnesi árið 1951. Móðir hans var með honum, hún er rétt um nírætt. Það er ekki oft sem móðir og barn eru bæði á staðnum þegar skrifað er.“ . Guðrún rekur upphaf skráning- arinnar til opnunar fastasýningar safnsins árið 2008. Sýningin nefnist Börn í 100 ár. Einn safngripanna þar er Willys-jeppi Jóhönnu ljósmóður, sem hún keypti ársgamlan 1952. „Á opnunardaginn urðum við vör við að fólk var að skoða jeppann og tala um að Jóhanna hefði tekið á móti p* því. Þáhljópéguppáloftognáðií bók sem við áttum þar með auðum blöðum, maður verður að bregðast hart við þegar svo ber undir," segir Guðrún og ítrekar að nú sé bókin orðin ómetanleg. ,Þad hafa aðeins tveir átt bilinn á eftir Jóhönnu, Örn Símonarson fyrst og svo Kristján Björnsson ökukennari sem á hann nú.“ segir Guðrún fréttablaðið/ernir Safnahúsið i Borgarnesi erskammtfrá hjarta gamla bæjarins. Þareru sýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Jón Jónasson, sem fæddist i Borgarnesi árið 1951, ritarnafn sitt, kominn frá Grikklandi. Móðir hans, Guðriður Jónsdóttir, fylgist með. MYND/GUÐRÚN jónsdóttir bamme :or M;iia Ostetria jtoínictwo demoder B Á súlu í safninu er orðið Ijósmóðir ritað á nokkrum tungumálum. Bókin sem stöðugt safnar í sig heimildum. 99 JÓHANNA FÓRÁHEIMILIN 0G SATYFIR K0NUM, SUM- AR TÓK HÚN HEIM TIL SÍN EF HÚN HAFDI SÉRSTAKAR ÁHYGGJUR AF ÞEIM Æskan miðpunktur Sýningin Börn í 100 ár er sett upp af Snorra Frey Hilmarssyni á heillandi hátt. Uppistaðan er myndir af börn- um. „Snorri fékk frjálsar hendur að öðru leyti en því að við vildum segja sögu íslands á 20. öld gegnum börn. Við völdum æskuna því hún er alþjóðleg, hún er alltaf miðpunktur í samfélaginu og hluti af framtíð- inni. Við vildum að allir, hvaðan sem þeir kæmu og á hvaða aldri sem þeir væru, gætu tengt sig við hana. Þetta leysti Snorri snilldarlega. Valdi myndir af öllu landinu og byrjar söguna á mynd frá Daniel Bruun frá 1898. Svo lætur hann fólk stíga inn í 20. öldina og býr til tímalínu, þannig að gestir ganga meðfram veggjum salarins í hring og enda bak við jeppann sem er tákn fyrir hina stórkostlegu starfsgrein ljós- móðurinnar. Enginn texti myndar múr milli safnsins og gestanna en þeir geta opnað hólf í veggjunum víðs vegar því þar er byggðasafns- sýning falin, Snorri valdi alla gripina sem þar eru,“ útskýrir Guðrún. Enn á sömu dekkjum Jeppinn er í einkaeign en safnið fær að sýna hann í ótilgreindan tíma, þökk sé eigandanum, að sögn Guð- rúnar. „Það hafa aðeins tveir átt bíl- inn á eftir Jóhönnu, Öm Símonar- son fyrst og svo Kristján Björnsson ökukennari sem á hann nú. Báðir fagurkerar sem viðhéldu honum sem upprunalegustum, hann er enn á sömu dekkjunum og teppið hennar Jóhönnu er á aftursætinu. Þannig að hér er mikill dýrgripur."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.