Fréttablaðið - 28.10.2017, Blaðsíða 66
LÍFIÐ • FRÉTTABLAÐIÐ
28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR
^6
Tvær vökur i einu
búningapartíi
Dögun
Hér væri hægt að mála sig eins og
sól i framan og skemmta sér við
að fylgjast með vonbrigðunum
hjá partigestum þegar þú útskýrir
búninginn.
Annað árið í röð fáum við bæði hrekkja- og
kosningavöku sama kvöldið. Partípinnar sjá
hér tilvalið tækifæri fyrir glens og grín. Hér
koma nokkrar dúndur búningahugmyndir.
i
J^lokkur fólksins
Hér væri ákjósanlegt að skella sér
sem Sólfarið, jafnvei með ramma
utan um og vera þar með orðin/n
Ijósmynd af Sólfarinu. í paraútgáfu
gæti hinn aðilinn svo verið reiður
Ijósmyndari.
Miðflokkurinn
Fólk er mikið að tala um lógóið svo
að búningurinn er hrossagríma og
mögulega að halda á kaffikönnu
með fiskibollum fljótandi í. Hrossa-
búningur gæti svo verið paraút-
gáfan.
Kjósum nýja
ríkisstjórn
Ef þig vantar akstur á kjörstað,
hringdu þá í síma: 534-9500.
Verið velkomin í kosningakafh í
Þróttaraheimilinu Laugardal frá 14:00.
Kjósum Samfylkinguna
www.xs.is
Vinstri græn
VG-búningurinn er seiðandi tálk-
vendi með skuplu á höfðinu og sól-
gleraugu eins og Katrin Jakobsdóttir
í Listen Baby myndbandinu með
Bang Gang.
Sjálfstæðisflokkurinn
Það er bara eitt sem kemurtil greina
hér og það er svunta og smá hveiti-
sáldur á buxurnar. Góður aukahlutur
væri rjómasprauta full af bláum syk-
urmassa sem væri hægt að sprauta
út um allt í partíinu, húsráðendum
vafalaust til mikillar gleði.
Björt framtíð
Freistandi að vera Óttarr í Dr. Spock
gallanum en fyrir extra frumlegheit
væri hægt að dressa sig upp eins
og Hrólfur, karakter Óttars Proppé í
Sódómu Reykjavík, jafnvel að mæta
í partíið á Lödu (eða Dodge Dart,
fíflið þitt).
Plratar
Það er erfitt að sleppa frá klisjunum hérna, þannig að „fokkitt": Cereal úr
hackers eða bara gamli góði stuttermaboiurinn með kjólfötum á.
Alþýðufylkingin
Góður rykfrakki og pappakassi með
skotrauf skorna í, svo hann líti út
eins og skotbyrgi - en Enver Hoxha,
þjóðarleiðtogi Albaniu frá 1944-
1985 byggði heilan helling af skot-
byrgjum í landinu.
Samfylkingin
Þessi búningur er ekki fyrir við-
kvæma: mæta nakinn með trefil. í
paraútgáfu væri svo önnur mann-
eskja með trönur að teikna myndir
af hinum I sifellu.
Viðreisn
Við skulum ekkert vera að flækja
það neitt alltof mikið - Evrópusam-
bandsblár bolur með lógói sam-
bandsins og evrutákninu inni i.
G0I
STÓRSVEIT
REYKJAVÍKU
www.harpa.is
r
en hvqa vqra qm qifínn?
I: J
43 'Ó/’i fofyuJiWlÁ
Hqqkur cjröncjal
Pdmeld De sensi
Hdlld Sóivei^ þogeirscjóttir
ónHrtl
Framsókn
Heiðarleikinn er allsráðandi hjá
Framsókn og þvi væri sniðugt að
vera í löngum hanska og mögulega
einhvers konar regngalla, svona
eins og sæðingamaður.
stefanthor@frettabladid.is