Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Qupperneq 13
ríkjanna, bannaði stjórnin aðalskrif-
stofu Alþjóðasambands verkalýðsfé-
laganna í París og vísaði því úr landi,
og nú 1953, rétt um það leyti sem nú-
verandi forsætisráðherra býr sig til
vesturfarar er árásin á Almenna
verkalýðssambandið hafin.
Alþjóðasamband verkalýðsfélag-
anna hefur kært þessa árás á sam-
takafrelsi verkalýðsins, til Sameinuðu
þjóðanna.
Áhrif Marshallstefnunnar
Hinn hamslausi stríðsundirbúning-
ui Atlantshafsbandalagsríkjanna hef-
ur í för með sér sí versnandi lífskjör
allrar alþýðu. Hvernig minkandi
kaupgeta ásamt Marshallhjálp hefur
farið með skóiðnað nokkurra landa,
sést á eftirfarandi tölum.
í Frakklandi voru framleidd 65
millj. pör af skóm árið 1938 en árið
1952 voru framleidd þar í landi aðeins
45 millj. pör. í fjölda verksmiðja voru
aðeins unnar 30 stundir á viku.
í Ítalíu er framleiðslugeta skóiðn-
aðarins aðeins notuð að hálfu. Fram-
leitt voru s.l: ár 20—24 milj. pör, en
framleiðslugetan er um 50 millj. pör.
Margar verksmiðjur starfa aðeins
helming ársins.
I Vestur-Þýzkalandi minkaði skó-
framleiðslan um 1 millj. pör miðað við
árið áður.
í Bretlandi jókst atvinnuleysi í skó-
iðnaðinum um 7 þús. menn árið sem
leið.
I Danmörku fer atvinnuleysi í skó-
iðnaðinum hraðvaxandi. í ágúst 1952
var liðlega helmingur allra skógerðar-
manna atvinnulaus, eða 51.3%, en 1.
jan. í ár var tala atvinnuleysingjanna
komin upp í 72,9%:
Alan Le Leap
Framangreindar tölur tala skýru
máli um það hvert hlutskipti þjónkun
valdhafanna við stríðsæði Bandaríkj-
anna, býr hinu vinnandi fólki.
Nýtt fagsamband
Dagana 9—14 marz héldu Alþjóða-
samband flutningaverkamanna á landi
og í lofti og Alþjóðsamband sjómanna
og hafnarverkamanna þing sín í Prag.
A þingum þessum var einróma sam-
þykkt að sameina þessi sambönd og
var stofnþing haldið 14.—18. marz.
Hið nýja samband hlaut nafnið Al-
þj óðasamband flutningaverkamanna,
hafnarverkamanna og fiskimanna,
deild úr W.F.T.U.
Stofnþingið sátu 148 fulltrúar rúm-
lega 8 millj. flutningaverkamanna og
sjómanna frá 40 löndum.
VINNAN og verkalýðurinn
11