Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 20

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 20
suíinudagur, svo að við fórum seint á fætur og lásum fram eftir morgnin- um........ Fulltrúinn: Nú, hvað lásuð þið? James: Ég kom heim með stóran bókabunka í gær, hverja söguna ann- arri betri. T. d. „Heimspeki brjálæðis- ins“, „Líkið með samlímdu fingurna“, „Ástarsöngur morðingjans", „Deyið ekki á þröskuldi mínum, frú“ .... Bessie (heldur áfram upptalning- unni): „Dauði gegn afborgunum", „Til hamingju með líkið“, „Morð umfram allt“, „Berið líkkistuna mína varlega“. Hvað var það nú fleira? Já, „Morð í kjól og hvítu“, „Líkklæðin hennar ömmu' .... Fulltrúinn: Og hvað var það sem þið lásuð? Bessie (áköf): Ég las söguna „Blóðið mun segja frá“ eftir Agöthu Cristie. Það er afbragðssaga: Leynilögreglu- maðurinn Poirot er að reyna að upp- lýsa hryllilegt morð, sem annar mað- ur hefur þegar verið dæmdur til heng- ingar fyrir. Hann hefur ekkert til að styðjast við, en svo rekst hann á úr- klippu úr blaði þar sem talað er um þrjár horfnar konur. Nú verður hon- um Ijóst hver er morðinginn. Hann fer heim til hennar en kemur að henni myrtri og ____ Fulltrúinn: Þetta nægir. (Við Jam- es): Hvað lásuð þér? James: Ég las „Þrefalt dirfsku- bragð“, eftir Rex Stout. Það er stór- fengleg bók. Þar segir frá leynilög- reglumanninum Nero Wolfe. Brún- hærð stúlka heldur því fram að hún hafi myrt lögregluþjón. Og nú er spurningin: lýgur hún þessu, er hún vitlaus eða segir hún sannleikann? Það ríður á að komast sem allra fyrst að hinu sanna áður en fleiri morð verða framan, eins og þér skiljið, hr. fulltrúi. Djöfuls ári spennandi bók. Bessie: Ekki líkaði mér hún. James: Það er smekksatriði. Ég vil hafa almennilega bókmenntir, en þú ert vitlaus í myndasögur. Bessie: Ég skoðaði myndabók í dag sem heitir „Mannaveiðar“. Hana ætt- uð þér endilega að sjá hr. fulltrúi. Þar eru nú krassandi myndir. Beinagrind sést vera að draga stúlku ofan í gröf- ina til sín. Hlekkjuðum manni er fleygt ofan í sýruker. Á einni mynd- inni er geysistór hundur að rífa mann á hol. Og á annari er hákarl að gleypa mann. Hryllilega spennandi myndir. Fulltrúinn: Þetta nægir. Sem sagt, fyrripart dagsins hafið þið lesið skáld- sögur og skoðað myndablöð. James (grípur fram í): Já, en svo voru líka sjónvarpsútsendingar í morgun — „Rauða sönnunin" .... Bessie: Mér þótti hin betri — „Taugaáfallið“. Það var nú sjónvarp í lagi. Það skulfu svo á mér hendum- ar .... James: Ég mátti til að gefa henni glas af visky, hr. fulltrúi, annars held ég hún hefði drepið mig (hlær). Fulltrúinn: Hvað gerðuð þið svo: Bessie: Svo fengum við okkur 18 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.