Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 25

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 25
ÁRNI GUÐMUNDSSON: r \ Sfalínverksmiðjurnar í 1. maí og 7. nóv. eru mestu hátíðir Sovétþjóðanna. Þá eru borgir skreyttar og mannfjöldi streymir um götur undir merkjum dagsins. Húsið á myndinni mun vera stóra leik- húsið í Moskvu, 1. maí, skreytt myndum af Marx, Engels, Á ferð okkar s.l. vor um Ráðstjórnarríkin voru okkur sýndar hinar miklu Stalínverksmiðjur í Moskvu, sem framleiða bifreiðar af ýmsum stseiðum og gerðum, bæði fólks- og vörubíla, einnig reiðhjól og kæliskápa. Þarna vinnur fólk í þúsundum bæði konur og karlar, en i Ráðstjórnarrikj- unum vinnur fólk af báðum kynjum að öllum störfum i hvaða iðnaði sem er. Áður en okkur voru sýndar verksmiðjurnar var okkur sögð saga þeirra í stórum dráttum, en það er of löng saga að segja hana hér. Við fórum um deild, sem framleiðir fjögurra tonna vörubíla. Byrjuðum við þar sem glóandi járnleðjunni var helt í mótin og mótorblokkirnar eru steyptar. Við sáum, þar sem hvítglóandi járnstykki voru lögð á slétta járn- fleti eða risasteðja, og fallhamrar voru látnir detta einu sinni eða tvisvar á þau, og hinir ýmsu bílahlutir bæði stórir'og smáir voru fullmótaðir, og runnu nú á færiböndum að skiptivélum, sem fullunnu þá. Var okkur rækilega sýnt það, og skýrt fyrir okkur hvernig vinnan er sam- ræmd, og allir hlutir ganga eftir færiböndum frá einni vél til annarrar. Var einn maður við hverja vél til að líta eftir og stjórna henni. Var gaman að sjá stóra vélahluti svo sem mótorblokkir, sem fóru hver á eftir annarri, eins og ólögulegir járnklumpar inn í röð af tröllslegum vélum, sem hver vann sitt ákveðna verk, unz þær komu fullgerðar út úr þeirri síðustu. Þannig héldu þær áfram för sinni, frá einum til annars, sem allir með aðstoð véla lögðu sitt til að gera þær að fullgerðum vélum. VINNAN og verkalýðurinn 23 /

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.