Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 27
Þetta er talinn sérstaklega góður langferðabíll, óg yfirleitt þarf ekki að
gera neitt við hann fyrstu 100.000 km., eftir því sem mér var sagt.
Menningarstarfsemin er fjölþætt: í sambandi við verksmiðjurnar er heilsu-
verndarstöð, en þar starfa 65 læknar og sérfræðingar, og getur því starfs-
fólkið ávalt leitað færustu lækna Moskvuborgar þegar það þarf, sér að
kostnaðarlausu. Fólki er nákvæmlega sagt hvernig það á að standa við hinar
ýmsu vélar þar sem það vinnur, svo að sem hollast sé fyrir líkamann.
Starfsfólk í Stalínverksmiðjunum leggur afar mikla áherzlu á alla líkams-
rækt og íþróttir, þar eru 50 knattspyrnulið, þar á meðal hið fræga „Torpedólið"
sem nú í ár hefur orðið sovétmeistarar í knattspymuíþróttinni. í sundknatt-
leik eru þeir meistarar sovétríkjanna. Þar starfar einnig Miskof sem er
sovétmethafi í 200 og 400 m. sundi.
Menningarheimili þeirra er stórkostlegt bæði að stærð og fjölbreytni og
öllum útbúnaði. Þegar komið er innfyrir dyrnar er komið inn í feikilega stóran
sal, þar tekur fólk af sér utanyfirföt, eru þar 4416 fatahengi, taka þau aðeins
lítinn hluta þessa stóra sals. Þar innaf tekur við annar salur litlu minni, upp-
hækkaður með hringmynduðum útvegg, sem er einn samfelldur gluggi.
Hann er skreyttur ótölulegum fjölda blóma, stórum og smáum, þar eru tveir
gosbrunnar, sem gerir loftið svalt og hressandi, en stór höggmynd af Stalín
fyrir miðju.
í þessu menningarheimili eru 4 bókasöfn, í einu þeirra, sem er sérstaklega
tileinkað verkalýðnum eru 47,000 bindi. Þessi söfn lána bækur til lesturs
bæði í heimahúsum og í lesstofum sem eru bæði margar og stórar í heim-
ilinu sjálfu.
Þar liggja frammi töfl og margt annað, fólki til skemmtunar og dægradvalar
í frítímum þess. Þar eru salir til hverskonar menningarstarfsemi sem fólk
kann að hafa áhuga fyrir, svo sem hljómleikasalur með hljóðfærum af öllum
mögulegum gerðum. Listvinasalur, þar æfir fólkið í alls konar myndhstargerð,
með liti, gera myndir úr margskonar öðru efni, svo sem að líma marglit bréf
á gler eða aðra slétta fleti, tréskurðarmyndir, höggmyndir o. m. fl. Þar er salur,
þar sem fólk getur dundað vi4 í frítímum sínum, að smíða allskonar módel
að hugmyndum sínum og uppfinningum, sem síðar kemur iðnaði og tækni
Ráðstjórnarrkjanna ef til vill að gagni, og þokar þeim spöl áfram á braut
þróunarinnar. Þarna er fyrirlistrasalur, leikfimisalur með margskonar íþrótta-
tækjum, bíósalur og leiklistarsalur, þar sem fólk æfi sig í leiklistinni og svona
mætti lengi telja.
Þarna er fyrir hendi allt hugsanlegt til dægradvalar, skemmtunar og menn-
ingarlegs þroska fyrir verkafólkið, sem vinnur þarna. Meira að segja uppi á
þaki þessarar menningarhallar er gríðarstór stjörnukíkir fyrir þá, sem áhuga
Framhald á blaðsíðu 45.
VINNAN og vcrkalýðurinn
25