Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Qupperneq 31

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Qupperneq 31
og skekur skip ræningjanna. Farið og hjálpið hafinu að husla þetta ógeðslega hræ. Einhver byrjaði að syngja al- þjóðasönginn. Aðrir tóku undir. Sjó- mennirnir fóru frá lóðum sínum. All- ir bátarnir tóku stefnu á skipið. Þeir sigldu fast fram með því hver á eft- ir öðrum. Öldurnar af bátunum riðu undir ræningjaskipið, lyftu því á bök- um sér og köstuðu því niður í dali. Það hrykti í súðunum. Líkin í lestinni ýKruðu. Skipið sekkur! var hrópað ein hvers staðar frá borði. Skipið sekk- ur! Skipið sekkur! hljómaði um allan sjó. Bátarnir héldu áfram að sigla fram hjá í óendanlgri röð. Skipið valt á stjórnborðshlið og byrjaði að sogast í djúpið. Úr nösum ræningj- anna vætlaði grátt blóð. Hafið þurrk- aði það út með einni öldu. Nokkrar lcftbólur stigu upp á yfirborðið. Allt í einu skaut bjarthærðri stúlku úr kafinu. Hún hristi blauta lokka frá andlitinu og hrópaði: Hjálp! Ég hef ekkert illt gert. Ræningjarnir neyddu mig til að dansa fyrir sig. Þegar skipið tók að sökkva, læstu þeir mig inni og ætluðu að drekkja mér. En veggir fangaklefans voru fúnir, og liðuðust sundur á leið til botns. Björgum henni, sagði ég, hún er saklaus. Fiskimennirn ir tóku hana upp í bát sinn og veittu henni beztu aðhlyningu. Síðan sást ekkert af ræningjaskipinu. Hafið kúg- aðist af ógleði um stund, áður en ylgj- una lægði. Þegar kyrrð var komin á, söknuðum við eins fiskibátsins. Við fundu mlík félaga okkar í hvítum breka. Við sveipuðum þá fánum og fylgdum þeim til hvílu í íslenzkri mold. Norðurljósin loga á gröfum þeirra. Guðgeir Jónsson sextugur 25. apríl s. 1. varð Guðgeir Jónsson bókbindari sextugur. Hann er löngu kunnur alþýðu fyrir starf sitt í þágu stéttarsamtaka verkalýðsins, var um langt skeið í stjórn Alþýðusambands íslands, forseti þess frá 1942—’44 og síðan í sambandsstjórn frá 1946—:’48. Guðgeir er svo sem kunnugt er for- maður Bókbindarafélags Reykjavíkur og hefur skipað þann sess á annan áratug. Hann hefur jafnan staðið í fremstu röð þegar vanda hefur að höndum borið í stéttarfélagi hans, enda af mörgum talinn eiga mestum persónuvinsældum allra einstaklinga að fagna þar. Vinnan og verkal. sendir Guðgeiri sínar beztu kveðjur og árn- aðaróskir í tilefni afmælisins. VINNAN og verkalýðurinn 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.