Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Síða 37
Tveimir tímar
Að ofan: Verkamannabú-
staðir gamla tímans í
Kína.
Að neðan: Verkamanna-
bústaðir nútímans.
svntu í stórum torfum, þeir komu í
þéttum fylkingum þegar kastað var
til þeirra æti.
Nú var haldið yfir vatnið til að
skoða hvíldarheimili járnbrautar-
verkamanna. Hangchow er mikill
ferðamannabær. Þangað koma þús-
undir manna daglega og fjölmörg
verklýðsfélög og félagasambönd eiga
þar hvíldarheimili fyrir meðlimi sína.
Var okkur sagt að í borginni dveldust
að jafnaði um eitt hundrað þús. gestir.
Bátur okkar legst að vatnsbakkan-
um, og framundan okkur blasa við
niargar byggingar, ekki háar í loft-
inu, en afar skrautlegar, sumar að
mestu huldar inni á milli stórvaxinna
trjáa.
Skuggsælir og skrautlegir garðar
rneð tjörnum og skurðum voru á milli
húsanna. Enginn umferðarhávaði
barst til eyrna okkar. Ekkert truflaði
þessa einstæðu fegurð, nema fugla-
kliðurinn, þyturinn í trjálaufinu
og öldugjálfrið við upphlaðna vatns-
bakkana.
Ibúar heimilisins, sem voru járn-
brautarverkamenn hvaðanæva úr
landinu, tóku á móti okkur eins og
lengi þráðum vinum, eða týndum son-
um, sem aftur höfðu snúið heim.
Þarna fengum við fyrst lýsingu á
heimilinu og síðan var okkur fylgt
gegnum það og sýnd herbergjaskip-
un og aðbúnaður vistmanna.
Hvíldarheimili þetta var stofnað
fyrir 2 árum í höll, sem áður tilheyrði
ríkum aðalsmanni, hann komst úr
landi með Kuomintangstjórninni, það
er eitt af mörgum hressingarheimilum
er járnbrautarverkamenn eiga víða
um landið, þangað senda þeir félaga
sína til hvíldar og hressingar eftir vel
unnin störf.Það er í fyrsta skipti í sögu
VINNAN og verkalýöurinn
35