Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 38
verkalýðsins, eftir að hin nýja stjórn
tók við völdum, að hann varð þess
aðnjótandi að fá að dveljast á hvíld-
arheimilum. Þarna dvöldu nú nokkrir
tugir verkamanna, þeir voru að safna
kröftum undir nýja sókn í því mikla
uppbyggingarstarfi, sem nú fer fram
í Kína. Þeir sýndu okkur heimili sitt
með nokkru stolti, enda höfðu þeir
efni á því að vera stoltir af því. Þarna
var þvílíkt skraut í öllum húsbúnaði,
að það var líkara að maður væri kom-
inn á listasaín en heimili. Húsgögn
úr dýrustu viðartegundum haglega út-
skorin i hinum ólíkustu stíltegundum
fylltu alla sali,listaverk úr jaðe, postu-
líni og fílabeini voru hvarvetna á
borðum úr fegursta kínverskum mar-
mara. Jafnvel heimilishofið með sín
Buddalíkneski, forfeðratöflur, reyk-
elsisker og haglega gerðan útskurð var
þarna með ummerkjum.
Einhver okkar hafði orð á því hvers
vegna þessir dýru munir væru ekki
á safni, hér myndi þeim vera hætt við
að eyðileggjast. Stjórnandi heimilisins
svaraði því til, að það yki þroska
vistmannanna að umgangast þessa
gömlu muni. Hérna komast verkam. í
snertingu við það bezta, sem fram-
leitt var af handverksmönnum horf-
inna kynslóða og þeir læra að um-
gangast þessa muni með virðingu og
lotningu, því hafa þeir meira uppeld-
isgildi, en þó þeir væru látnir á safn.
Eftir að við höfðum skoðað heimilið
var okkur boðið te og meðan við
drukkuð það sögðu sumir af vistmönn-
unum okkur sögu sína, en rúmið leyfir
ekki að taka þær sögur upp hér, en
hjá öllum var grunntónninn þessi:
Við erum aðeins að byrja að byggja
upp landið okkar, hrakið og merksog-
ið eftir aldalanga kúgun innlends
lénsaðals og útlendra arðræningja.
Þrautpínt eftir áratuga innanlands-
styrjaldir. Herjað af drepsóttum,
þurrkum og flóðum á víxl, þar sem
milljónir dóu árlega úr hungri. 'Við
höfum friðað landið, nú hafa allir nóg
að borða og föt til að klæðast í. Við
stöndum nú í því merkilegasta upp-
byggingarstarfi, sem nokkurntíma
hefur komið yfir kínversku þjóðina.
Á öllum sviðum þjóðlífsins þurfurn
við að bæta úr aldagamalli vanrækslu.
Við höfum ekki tíma til að heyja stríð.
Það eru önnur störf mikið meir aðkall-
andi, sem heimta starfsorku okkar ó-
skipta. Þess vegna umfram allt; við
viljum frið og berjumst fyrir friði.
Berið kveðju frá kínverskum járn-
brautarverkamönnum til íslenzkrar
alþýðu, og það með, að engir
eru svo fáir og vanmáttugir, að þeir
geti ekki unnið fyrir friðinn og með
sameiginlegu átaki allra friðelskandi
manna, hvar sem þeir búa á jörðinni,
skal okkur takast að vernda friðinn.
Zophonías Jónsson.
RÁÐSTEFNA um þjóðareiningu gegn her á íslandi verður haldin
í Reykjavík dagana 5.—7. maí.
Verkafólk. Veitið verkefni þessarar ráðstefnu athygli og allan
þann stuðning sem verða má.
AUir eitt gegn her í landi voru. — Burt með herinn.
36
VINNAN og verkalýðurinn