Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 42

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 42
Um verkalýðssamtök Undirbúningur Að sjálfsögðu ber hverri félagsstjórn að hafa sem bezt samráð við félag sitt þ. e. sem flesta félagsmenn, þegar um er að ræða uppsögn kjarasamninga. Það fyrsta sem hún verður að ganga úr skugga um er það hvnrt félagsmenn séu því meðmæltir eða mótfallnir. Sjálfri ber henni sem félagsforystu að hafa ákveðna skoðun í málinu, hlutleysi stjórnar undir svona kringumstæðum er yfirleitt ekki afsakanlegt. Félagsstjórninni ber því að ræða málið vel innan eigin vébanda og hafa jafnframt svo gott samband við félagsmenn á vinnustöðvum sem auðið er þannig að hún viti sem gerst um skoðanir með og mót og kraftahlutföll milli þessara skoðana. Hún athugar samtímis öll viðhorf og aðstæður til að ná fram betri samningum og hefur þar með skapað sér skilyrði til að mynda sér raunhæfa skoðun á málinu og möguleika á að gera í því ákveðna tillögu. Fundur sá, er taka skal ákvörðun í svona veigamiklu máli þarf að vera sérstaklega vel auglýstur og vel undirbúinn, enda sé af hálfu for- ystunnar, málið lagt svo ljóst fyrir fundinn að ákvörðun hans' verði sem allra eindregnust. Nú hefur fundur samþykkt að sagt skuli upp gildandi kjarasamningi, — og er þá venjulega ýmist stjórn félagsins, sérstakri nefnd eða stjórn og sérstakri nefnd sameiginlega, falið að gera tillögur um breytingar á samningum þ. e. semja kröfur og hafa þær tilbúnar fyrir tiltekinn tíma. Undir öllum kringumstæðum verður hver félagsforysta að gefa sér nægan tíma til undirbúnings kaupgjaldsmálanna og undir engum kring- umstæðum láta þau komast í eindaga. Enda er venja þegar uppsögn samninga er til athugunar, að tilkynna það viðkom- andi sambandsstjórn með nægum fyrirvara áður en félagið tekur bind- andi ákvörðun. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt og skylt vegna þess að stéttarsambandi ber venjulega ekki skylda til að styðja í deilu það félag, sem leggur út í hana án samráðs við það, heldur líka vegna þess að sambandsstjórn þarf bæði að vera vel kunnug málavöxtum og hafa sinn tíma til nauðsynlegs undirbúnings, ef félagið þyrfti á aðstoð sam- bandsins að halda. Þá ber félaginu einnig að hafa tilkynnt sáttasemjara uppsögn samn- 40 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.