Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 43

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 43
inga áður en helmingur uppsagnarfrests er liðinn, samkvæmt ákvæðum 27. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Bú þig í það versta, því það góða skaðar ekki segir gamall málsháttur. Þetta þarf að vera lifandi einkunnarorð allra sem gegna forystustarfi í verkalýðssamtökum. Ætíð þegar uppsögn kjarasamninga er til athugunar verður forystan að reikna með því að til átaka þurfi að koma áður en lausn er fengin, og henni ber skylda til að búa félag sitt sem bezt undir slík átök. Sú félagsstjórn, sem hefur þetta nógsamlega í huga bægir frá félagi sínu eigi aðeins hættunni sem af því Ieiðir að lenda óviðbúið í átökum við stéttarandstæðinginn heldur sparar einnig félaginu oft og tíðum margra daga refjar og stríð við andstæðinginn, sem freistast frekar til mótstöðu og jafnvel árásar ef hann sér illa á málum haldið af hálfu verkalýðssamtakanna. Alveg eins og fyrr er sagt um uppsögn samninga, er nauðsynlegt að félagið fylgist sem almennast með uppstillingu kaupkrafna. Þótt félagsfundur feli félagsstjórn að undirbúa kaupkröfurnar eða gera uppkast að nýjum kjarasamningi, sem oft er gert, er sjálfsagður hlutur að félagsstjórn kveðji til liðs við sig í þessu starfi félagsmenn úr hópi þeirra, sem starfa á viðkomandi vinnustöðvum, til þess að kaupkröf- urnar verði í sem beztu samræmi við skoðanir fólksins, sem vinnur. Mjög getur það ráðið um árangur kaupgjaldsbaráttu hvort almenn- ingsálitið er henni mótstætt eða hagstætt. Alkunnugt er hve stéttarandstæðingur verkalýðsins leggur sig fram með blöðum sínum og öðrum áróðurstækjum til að blekkja almennings- álitið og jafnvel ýmsa hluta alþýðunnar til fylgis við sig gegn málstað verkalýðs, sem stendur í kaupdeilu. Þegar samdar eru nýjar kjarakröfur verður því einnig að taka nokkurt tillit til þessa, og láta ekki undir höfuð leggjast að kynna almenningi í tíma málavexti og rök verkalýðsfélagsins, til að slá niður hugsanlegar blekkingar andstæðingsins. Til þessa eru tíðir félagsfundir og jafnvel almennir fundir á vegum verkálýðssamtakanna oft hentug leið, flugblöð prentuð eða fjölrituð og dagblöð eða vikublöð, þar sem verkalýðssamtökin hafa greiðan að- gang að þeim. Auk þessa verða þeir, sem annast samninga, að hafa sem gleggsta yfir- sýn yfir allar aðstæður félagsins út á við sem inn á við, þannig, að starf samningamanna sé hverju sinni í samræmi við styrkinn, sem á bak við þá býr. VINNAN og verkalýðurinn 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.