Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 45

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 45
rneð hinum tveim landssöluflokkun- um allt frá Flugvallarsamningnum til hernámssamningsins, enda yeit hún ekki í hvora löppina hún á nú að stíga í þessu nýja hneykslismáli. — Um langan tíma hefur t. d. Alþýðu- biaðið birt á víxl greinar ýmist með eða móti hervæðingarhugmynd þeirra Bjarna og Hermanns. Enn hafa for- ystumenn flokksins ekki þorað að af- g'reiða málið á flokksmundi svo vitað sé. — Og úr því flokkurinn treystir sér ekki til að hrækja hraustlegar í þessu máli en þetta, nú fyrir kosning- ar, getur öll alþýða og alþýðusinnar m.eð kosningarétti ekki reiknað með fulltrúum Alþýðufl. á þingi nema sem ákveðnum andstæðingum að kosning- um loknum. 011 alþýða, allir þeir kjósendur, sem ekki vilja Ijá lið vígahugmynd lands- sölumanna í þessu landi og vilja hafa í heiðri íslenzka siðgæðiserfð gegn vopnaburði og mannvígum, þeir verða að taka höndum saman um að stöðva þessa óhæfu, kæfa hana í fæðingunni. Þeir mega ekki ráðstafa atkvæði sínu i flokksnafni ef það fer í bág við rétta afstöðu til þessa máls. — Þeir verða að stilla sér við hlið verkalýðs- samtakanna í þessu máli og kjósa þann eina flokk, sem staðið hefur einhuga. gegn hervæðingarhugmyndinni og all- ir vita að treysta má til að kvika ekki frá þeirri afstöðu sinni: Sósíalista- flokkinn. RÁÐSTEFNA um þjóðareiningu gegn her á íslandi verður haldin í Reykjavík dagana 5.—7. maí. Verkafólk. Veitið verkefni þessarar ráðstefnu athygli og allan þann stuðning sem verða má. Allir eitt gegn her í landi voru. — Burt með herinn. VINNAN og verkalýðurinn 43

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.