Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 50

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 50
UM VIÐA VEROLD Frá því í desember 1947 að skömmt- un var afnumin í Sovétríkjunum og gjaldmynt var hækkuð, hafa farið fram 6 stórfelldar verðlækkanir þar. Nýjasta verðlækkunin varð 1. apríl s.l. Brauð, mélvörur o. fl. matvörur lækkuðu um 10%, fiskur og kjöt um 15%, niðursoðinn fiskur 10%, ostur, egg, borðöl, rjómaís 10% o. s. frv. Kartöflur, kál, grænmeti og ýmis- konar ávextir svo sem epli, perur, vín- þrúgur, mandarínur, sítrónur, lækk- aði í verði um 50%. Sykur og sælgæti um 10%, te 20%, kakaó og ýms vín um 15%. Lækkunin nær einnig til margra iðn- aðarvara. Baðmullar- og silkiefni hafa lækkað í verði um 15%, sokkar og prjónaföt 20%, skófatnaður 8—20%, sápa um 15—20%, tóbak 5—10%, Heimilisvélar svo sem ísskápar og þvottavélar háfa lækkað um 20%, ryk- sugur um 25% o. s. frv. Aðeins sú verðlækkun sem orðið hefur á vegum ríkisverzlana og kaup- félaga nemur á einu ári 46 milljörð- um rúblna hagnaði til neytenda. — Og ef talin er sú verðlækkun sem þessu fylgir á markaði samyrkjúbúa nemur þessi upphæð ca. 53 millj. rúblna. Þróun efnahagsmálanna meðal al- mennings hin síðustu árin geta menn gert sér hugmynd um af því m. a. að á árinu 1950 seldu ríkisverzlanir og kaupfélög 30% meira af vörum en á árinu áður, á árinu 1951 15% meira en 1950 og 1952 seldist 10% meira en á árinu 1951. Haustið 1952 höfðu yfirleitt nauð- synjavörur almennings lækkað í verði um helming frá því á síðasta ársfjórð- ungi 1947. í sömu átt fer þróunin í öllum þeim löndum ,sem lúta yfirráðum alþýð- unnar. Frá auðvaldslöndunum Á annan veg gengur efnahagsþró- unin meðal alþýðu í auðvaldslöndun- um. Þar einkennist ástandið af her- væðingarbrjálæði undir forystu Bandaríkjaauðvaldsins. — Þar fara lífsnauðsynjar stöðugt hækkandi í verði, verðgildi peninga lækkandi, hækkun beinna og óbeinna skatta, vaxandi atvinnuleysi. Samkvæmt upplýsingum efnahags- nefndar Sameinuðu þjóðanna fyrii Evrópu, sem byggðar eru á opinberum skýrslum ríkisstjórna auðvaldslanda, má sjá athyglisverða hluti. — Jafn- vel slíkar upplýsingar leiða í ljós að á sama tíma sem iðnaðargetu Vestur- evrópuþjóðanna er beint að hernað- arundirbúningi, fer framfærslukostn- aður almennings stöðugt hækkandi. — Borið saman við septembermánuð 1949 hækkaði framfærslukostnaður í Frakklandi um 45%, í Noregi um 35%, Svíþjóð 28%, Grikklandi 27%, Eng- landi 22%, Hollandi 21% o. s .frv. 48 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.