Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 51

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 51
Atvinnuleysið er hin versta plága í auðvaldsheiminum sem fyrr. — í Japan eru um 10 milljónir atvinnu- lausra og þeirra er hafa verulega skerta atvinnu. í Englandi er % millj. atvinnuleysingja, Ítalíu 2 milljónir, Indónesíu 15 milljónir atvinnulausir og með mjög skerta atvinnu, Kanada 300.000 skráðra atvinnuleysingja, í Frakklandi 600.000 atvinnuleysingja og 2,5 milljónir með alvarlega skerta atvinnu. Á árinu 1940 námu skattar í Banda- ríkjunum 117 dollurum miðað við fólksfjölda, á hvern mann, árið 1945 nam þetta 340 dollurum, en 557 doll- urum árið 1952. í Bandaríkjunum gjalda menn meira í skatta heldur en til framfærzlu. Árið 1951 t. d. guldu landsbúar í skatta 75 milljarða doll- ara, en framfærzlukostnaður þeirra nam aðeins 55 milljörðum dallara. I nýlendum og hálfnýlendum er á- standið orðið ægilegt. í Indónesíu hefur verð lífsnauðsynja almennings 30—40 faldast frá 1938, á sama tíma og laun hafa aðeins 10—15 faldazt. I Suður-Ameríku er meiri hluti íbúanna haldinn næringarskorti og hefst við í hreysum, sem ekki upp- fylla lágmarkskröfur. Opinberar skýrslur telja, að um 90 milljónir manna líði þar hungur. t. d. háð á árinu 1952 í Bandaríkjunum 4950 verkföll eða um 1500 fleiri en á árinu 1948. Tala þátttakenda í verk- föllum 1952 var hálf fjórða milljón í stað 1960000 1948. í Japan voru s.l. ár á tímabilinu apríl— júní fimm stór verkföll, sem 12 milljónir verkafólks tók þátt í. I október—desember lögðu niður vinnu 270.000 námuverkamenn í 63 daga, ennfremur 120.000 verkamenn í raf- magnsaflstöðvum. Verkföll þessi nutu virkrar samúðar annarra verka- lýðssamtaka, sem talið er að náð hafi til 5 milljóna verkafólks. Verkalýðs- stétt Ítalíu, Frakklands, Vestur- Þýzkalands og Bandaríkjanna hafa á þessum tíma sýnt glæsilegt dæmi um stéttarþroska sinn í víðtækum sam- úðaraðgerðum til styrktar stéttar- bræðrum í verkföllum. 74,8 Arið 1952 hefur einkennst mjög af harðnandi viðnámi verkalýðsins viða Á sama tíma og lífskjör vinnandi fólks um heim gegn hungurárásum auð- ^ j ' 4-'* _, . versna stoðugt af voldum dyrtiðar, valdsms. , . , , ^ „ f -r, , ,, . T f, ,, atvinnuleysis og kreppuraðstafana 1 I Bandarikjunum, Japan, Italiu, Vestur-Þýzkalandi, Belgíuj, löndum auðvaldsheiminum, fara þar stöðugt Afríku og Suður-Ameríku var mikið vaxandi álögnr útgjöld vegna her- um víðtæk verkföll á s.l. ári. Sam- væðingar. Myndin sýnir vöxt hervæð- kvæmt opinberum skýrslum voru ingarinnar í Bandaríkjunum. VINNAN og verkalýðurinn 49

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.