Gerpir - 01.07.1947, Page 9
maður. En tilraun hans til uppreisnar
misheppnast og hann flýr til Egipta-
lands.
Þegar Salomon konungur deyr eftir
fjörutíu ára stjórnartíð senda hinar ó-
ánægðu ættkvíslir í skyndingu eftir
Jeróbóam. Hann hverfur heim og gerist
foringi andstöðuflokks konungsættar-
innar. Hann reynir að ná samningum við
Rehabeam eftirmann Salomons um það,
að oki því er faðir hans lagði á landslýð-
inn verði aflétt. En Rehabeam konungur
vísar þessari kröfu á bug af dæma-
fáu drembilæti og heimsku. Teningun-
um er kastað og Jeróbóam og fylgjend-
ur hans, hinar 10 ættkvíslir, svara kon-
ungi með þeim orðum sem tilfærð eru í
upphafi greinar þessarar. Jeróbóam
stofnar nú nýtt sjálfstætt ríki úr hin-
um 10 ættkvíslum sem honum fylgja að
málum. Hann er hygginn maður og
stjórnvitur. Til þess að koma í veg fyrir
að þegnar hans haldi áfram að skoða
Jerúsalem sem andlegan höfuðstað sinn
og fari þangað til þess að færa guði sín-
um fórnir, setur hann upp tvo gullkálfa
sinn á hvorum enda landsins, og fyrir-
skipar þegnum sínum að dýrka þá sem
þann guð, er leiddi þá út úr Egiptalandi.
Það er athyglisvert að hann skyldi hafa
gullkálfana tvo, og að hvorugur þeirra
var í aðsetursborg hans. En við nánari
athugun sýnir þetta mikla stjórnvizku.
Hann hefir ekki ætlað sér og sinni ætt,
að stranda á sama skeri og konungsætt
Davíðs. Jeróbóam virðist fyrstur allra
stjórnenda hafa uppgötvað, hve skaðlegt
það er þjóðhagslega, að láta stjórnarað-
setursborgir vaxa um of á kostnað ann-
ara borga og landshluta. Hann stofnaði
því tvær trúarlegar miðstöðvar í landi
sínu að því er virtist meðfram til þess
að vega upp á móti áhrifavaldj höfuð-
borgar sinnar, og verður í því sambandi
að hafa í huga að ríki Jeróbóams, sem
nú nefndist Israelsríki, var lítið land að
víðáttu, en hefir verið allþéttbýlt á hans
dögum.
Lengra þarf ekki að rekja sögu ísra-
elsmanna. Ríki þeirra Davíðs og Salo-
mons hafði nú klofnað í tvennt, og vai'
ekki lengur þjóðríki, og allur möguleiki
til stórveldisaðstöðu fokinn út í veður og
vind. Smáríki þessi urðu fljótt handbendi
stórvelda þeirra tíma, og voru að lokum
lögð í rústir af hinum austrænu herveld-
um, Assyriumönnum og Babyloniu-
mönnum. Allar hinar glæsilegu og
rambyggilegu stórbyggingar Salomons
voru rifnar til grunna af erlendum sig-
urvegurum. Þessi raunalega þjóðarsaga
er flestum slíkum sögum merkilegri og
lærdómsríkari. Hún sýnir greinilega
tvennt. Fyrst það, hve hættulegt það er
fyrir sjálfstæði og velferð þjóðríkis ef
ofvöxtur hleypur í höfuðborg þess, svo
sem gerðist með Jerúsalem á dögum
Salomons. Og svo hitt sem ekki er ó-
merkara, að þau mannvirki, sem reist
eru með nauðungarvinnu eða fyrir mið-
ur vel fengið fé, misfarast oft váveif-
lega.
Til þess eru vítin að varast þau.
En víkjum nú sögunni hingað norður
á hala veraldar, eins og það er stund-
um orðað, þó að slíkt orðalag eigi nú
að vísu ekki rétt á sér lengur. Það er
raunar langt til Islands bæði í tíma og
rúmi frá landi þeirra Davíðs og Salo-
mons, en þó eru sum atriði í stjórnmála-
og félagsþróun íslenzku þjóðarinnar á
19. og 20. öld furðulega lik hliðstæðum
þjóðfélagsfyrirbrigðum með Israels-
mönnum á rikisárum nefndra konunga.
Auðvitað dettur mér ekki til hugar að
hér sé um algerðar hliðstæður að ræða,
7