Gerpir - 01.07.1947, Síða 10

Gerpir - 01.07.1947, Síða 10
en ef vel er að gáð þá eru nokkrir höfuð- drættir furðu líkir. Grundvöllur þeirrar tegundar þjóðrík- is sem nú rennur sitt skeið hér á landi, var lagður seinnihluta 19. aldar af Jóni Sigúrðssyni og samverkamönnum hans, sem sumir hverjir störfuðu í sama anda eftir hans dag, allt fram að upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Það sé fjarri mér að bera þá saman við hinn blóði stokkna Davíð konung og herforingja hans. Samt var starf þeirra sama eðlis stjórnmála- lega. Hvorir tveggju lögðu alltraustan grundvöll þjóðríkis og skiluðu í hend ur eftirmanna sinna landi og þjóð með miklum framtíðartnöguleikum. En því miður verður líkingin meiri þegar eftir- menn og arftakar Jóns Sigurðssonar, forustumenn íslenzku þjóðarinnar eftir 1914, eru bornir saman við arftaka Davíðs, Salomon konung. Salomon átti þess kost að sameina þjóð sína með því, að létta okinu af hinum sigruðu ættflokkum, og ef hann, svo sem skylda hans var, sem sameiginlegs stjórnara allra hinna tólf ættkvísla, hefði gætt þess að raska ekki jafnvæginu á milli þeirra með því, að láta eina þeirra, þá sem hann tilheyrði sjálfur, ná forréttinda-aðstöðu, hefði hann getað orðið konungur yfir sterkasta þjóðríki sinna tíma. Vegna legu landsins hefði fsrael þá vafalítið náð stórveldisaðstöðu. En Salomon reyndi ekki að nota þetta einstæða tækifæri, tók allt aðra stjórn- málastefnu, gaf byggingabrjálæði sínu og óhófstilhneigingum lausan tauminn og steypti ætt sinni og þjóð í ógæfu. Eftirmenn og arftakar Jóns Sigurðs- sonar hafa að vísu ekki átt og eiga þess ekki kost, að skapa íslenzku þjóðinni stórveldisaðstöðu, en samt hafa þeir hlotið einstætt tækifæri. Og slíkt tæki- færi hefir varla fram til þessa fallið: nokkrum þjóðarleiðtogum í skaut. Jóni Sigurðsyni tókst það, sem er fágætt og næstum einstætt afrek, að leiða þjóð sína, sem á hans dögum taldi langt innan við 100 þúsundir manna, til stjórnarfars- legs sjálfstæðis. Arftakar hans fengu það göfuga hlutverk að sanna það að slík stjórmálaleg starfseining, svo hlægilega smá sem hún er í heimsins augum, gæti starfað og lifað farsælu lífi. Það er að sjálfsögðu afarmikilvægt fyrir íslenzku þjóðina, hvernig þessi tilraun tekst, um það eru allir sammála, en það er engu síður mikilvægt einnig á alþjóðlegan mælikvarða. Ekkert er heiminum nú jafn nauðsynlegt og það, að losna við þá skaðlegu hégilju að fjöldi skapi farsæld, að milljónaþjóðir hljóti að hafa meiri möguleika til velgengni en þær;sem telja einstaklinga sína í þúsundum, og að það sé nauðsynlegt að þyrpast í stórborgir til þess að geta lifað menningarlífi. Is- land hefði getað orðið, og gæti ef til vill enn orðið, að lifandi afsönnun þessarar alþjóðlegu trúar á mikilvægi milljón- anna, og þar með forustuland nýrrar aldar á sviði félagsmála. En arftakar Jóns Sigurðssonar eru á allt annari braut. Þeir viðurkenna að vísu og eru raunar alltaf með það á vörunum, hve mikilvægt það sé, að tryggja vöxt og velgengni hins íslenzka þjóðríkis. Þeir eru einnig sígelltandi út af hugsanlegri ágengni erlendra þjóða, en þá geigvæn- legu hættu sem steðjar að 'ninni íslenzku þjóð innan frá, að verulegu leyti vegna athafna þeirra sjálfra, sjá þeir ekki. Þeir feta dyggilega í fótspor Salomons, mark- mið þeirra eru hin sömu og hans, en að- ferðirnar eru nýrri af nálinni. Til þess að tryggja sér völd stofna þeir til fjölda- samtaka af ýmsu tagi. Stefnuskrár og 8

x

Gerpir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.