Gerpir - 01.07.1947, Side 14

Gerpir - 01.07.1947, Side 14
Ljód og lag Á fyrstu síðu þessa heftis er kvæðið „Austurland“ eftir Sigurð Arngrímsson, fyrrverandi ritstjóra. önnur byggðar- Vér sem byggjum hin dreifðu byggð- arlög landsins ættum nú að ganga fyrir forustumenn vora, líkt og fsraelslýður gekk fyrir Rehabeam konung, og segja við þá: „Ok það sem Reykjavíkurvaldið leggur á oss er þungbært. Gefið oss nýja stjórnarskrá er veiti oss aukna hlut- deild í stjórn vorra eigin mála svo vér fáum brotið af oss ok það er oss þjáir!" Ekki mun ég leiða neinum getum að því, hvernig leiðtogar vorir mundu svara slíkri málaleitun, en ef svo færi, sem ég tel reyndar ólíklegt, að svar þeirra yrði sams konar og Rehabeam konungur gaf Israels þjóðinni við svipuðum til- mælum, yrðum vér varla áfelldir þótt vér tækjum oss í munn áþekk orð þeim er hinar 10 ættkvíslir mæltu til kon- ungs síns, og segðum: Hverja hlutdeild eigum vér í uppgangi Reykjavíkur? Engan erfðahlut eigum vér meö nú- verandi stjórnmálaflokkum. Sameinumst án tillits til stjórnmála- skoðana til eflingar hagsmunum og vél- ferð heimkynna vorra. Látum Reykjavíkurváldið sigla sinn sjó. Ritað í júní 1947. Gunnlaugur Jónasson. lög hér á landi eiga ekki fegurri eða betur kveðin átthagaljóð. Við þetta kvæði orkti Ingi T. Lárus- son eitt af sínum hljómþýðu lögum og fer það afbragðsvel við efni kvæðisins. Því miður var ekki að svo stöddu hægt að birta lagið með kvæðinu, en vera má, að unnt verði að bæta úr því síð- ar. — Þetta ljóð og lag er ekki nýtt af nál- inni. Hvorttveggja var orkt fyrir rúm- lega aldarfjórðungi síðan og var sungið í fyrsta skipti á Austfirðingamóti, sem haldið var á Seyðisfirði 7. ágúst 1921. Þessi fagri átthagasöngur er nú smátt og smátt að ávinna sér það sæti, í hug og hjarta Austfirðinga, sem hann á skil- ið, og mun hér eftir um alla framtíð verða sungin sem minni Austurlands, á meðan það er byggt íslenzku fólki. Það þótti því sjálfsagt, þegar hafin er að nýju útgáfa blaðs hér í f jórðungnum eft- ir langt hlé, að setja þar þennan átthaga- söng Austurlands í heiðurssæti. Þeir tveir Austfirðingar, sem hér eiga hlut að máli þeir, Sigurður Arngríms- son og Ingi T. Lárusson hafa með þessu ljóði og lagi reist sér óbrotgjarnan minn- isvarða, sem mun varðveita nöfn þeirra frá gleymsku, löngu eftir að fennt hefir að öðru leyti yfir lífsferil þeirra hér í heimi. Lífssaga þessara manna verður ekki gerð að umtalsefni hér, en hún stað- festir glögglega þá gömlu reynslu, að það er oftlega á hinum ógreiðfærari leiðum mannlífsins sem fegurstu og „beztu blómin gróa.“ Þessir synir hinnar austfirzku nátt- úru eiga skilið innilegustu þakkir allra góðra Austfirðinga fyrir ljóiðð og lagið, sem nú er að verða að átthagasöng Aust- urlands. 12

x

Gerpir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.