Gerpir - 01.07.1947, Qupperneq 19

Gerpir - 01.07.1947, Qupperneq 19
r GALGAAS KAUPANGUR Eins og öllum Austfirðingum mun kunnugt er að rísa upp þorp stutt ofan við Egilsstaði á Völlum. Vitrir menn úr höfuðstaðnum hafa valið staðinn undir þorpið. Mörgum sýnist þeir hafa reynst misvitrir í þessu, og þykir staðinn vanta flest skilyrði frá náttúrunar henöi, sem f hreppnum fóru fram hreppsnefnd- arkosningar 6. júlí s. 1. Kosningu hlutu: Sveinn Jónsson, bóndi, Egilsstöðum, Björn Sveinsson bóndi, Evindará, Stefán Pétursson frá Bót, Pétur Jónsson, bóndi, Egilsstöðum og Ari Jónsson, héraðs- læknir. T,Snœfell“ Ársrit Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, Snæfell, er nýlega komið út. Það er hin myndarlegasta bók, 7 ark- ir að stærð auk auglýsinga, prýdd mörg- um góðum myndum. I ritinu eru greinar um íþróttamál, frásagnir af félagsstarfi innan U. f. A. o. fl. Austfirzkir íþróttamenn hafa getið sér hið bezta orð á íþróttamótum, bæði hér heima og annars staðar á landinu, og ættu Austfirðingar að minnast þess og styðja eftir föngum starfsemi sam- bandsins. Má ekki minna vera en hið myndarlega ársrit U. í. A. verði keypt á hverju einasta austfirzku heimili. æskileg eru fyrir hið væntanlega þorp. Það er nú samt ekki ætlun mín að ræða þetta efni frekar. Ekki þýðir að sakast um orðinn hlut eða deila við dóm- arann. Ég vil heldur víkja að nafni stað- arins. Ásinn sem þorpið er að rísa á heitir Gálgaás, og liggur hann út fyrir ofan hina breiðu mýri, sem tekur við ofan við Egilsstaðatún. Stutt utan við ystu húsin er hár klettur, þar var aftöku- staður þeilra ógæfusömu manna, sem dæmdir voru til hengingjar fyrr á öld- um í Múlaþingi. Enn sjást mannabein utan undir klettinum og leifar af heng- ingartrénu. Mér er sagt að vitringarnir að sunnan hafi valið hinni væntanlegu kirkju þorpsins stað því sem næst út á klettinum. Nafnið á ásnum og klettinum virðist ætla að gróa fast við þorpið. Nú er talað um að fara inn á Gálgaás, ef menn eiga erindi í þorpið, eða út á Gálgaás, austur á Gálgaás. Hann býr á Gálgaás, svona má lengi telja í ýmsum samböndum. Mér þykir þetta nafn svo Ijótt og viðbjóðs- legt, að ég get hreint ekki vitað, að það verði framvegis haft á þorpinu. Þarna verður vonum bráðar miðstöð Héraðs- ins, eigi að eins um verzlun og samgöng- ur, heldur og um ýmis menningarmál. Þarna situr sýslumaður Norður-Múla- sýslu, þegar búið verður að leggja Velli og Eiðaþinghá ásamt Skriðdal til hennar og laga þar með hina aulalegu skiptingu milli Norður- og Suður-Múlasýslu. Þá verða sýslufundir haldnir þarna, og þá 17

x

Gerpir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.