Gerpir - 01.07.1947, Síða 21
Vegid tvisvar í sama knérunn
Um langt skeið hafa færeyskir sjó-
menn notið sama réttar til fiskveiða hér
við land og landsmenn sjálfir. Þessi rétt-
indi Færeyinga á hinum íslenzku fiski-
miðum hafa orðið til þess, að talsverð
samskipti hafa komizt á á milli Færey-
inga og Islendinga á sviði útgerðarmála,
báðum til hagsbóta.
Á seinni árum hafa nokkur færeysk
skip stundað síldveiðar hér við land, að-
allega á Austfjörðum, og lagt afla sinn
á land til vinnslu í síldarverksmiðjunni
á Seyðisfirði. Útgerð þessi hefir verið x
ísienzkum höndum að öði’u leyti en því,
að skipin voru eign færeyskra útgerðar-
manna, sem leigðu þau með færeyskum
skipshöfnum íslenzkum útgerðarmönn-
um, sem svo lögðu þeim til nætur og
báta. Þó hér hafi verið um aðeins fá skip
að ræða, þá hefir þessi starfsemi þó haft
mikið gott í för með sér fyrir austflrzkt
atvinnulíf bæði fyrir þá verkamenn,
sem fengið hafa atvinnu við að hagnýta
aflann í landi, og svo vegna þess útflutn-
ingsverðmætis sem hún hefur skapað, að
falli betur að kenna læknabústaðinn við
hann, en fjallið Ararat, sem ég veit til
að merkur maður hefir ráðlagt honum
— þá hann um það.
Niður með Gálgaásnafnið. Upp með
Kaupang.
Ritað á Skírdag 1947.
Gísli Hélgason.
því ógleymdu, að ein af stærstu land-
búnaðarsveitum hér á landi, Fljótsdals-
hérað, hefir notið hinnar hagkvæmustu
aðstöðu til fóðurmjölsöflunar frá síldar-
verksmiðjunni á Seyðisfirði, sem unnið
hefir úr síldinni. En auk þess hefir út-
gerð þessara skipa einnig haft mikilvæga
þýðingu fyrir framtíð síldveiða við
Norð-Austurland því sökum þess, að
skip þessi voru eingöngu bundin við
löndun á Seyðisfirði, þá hefur fengizt
dýrmæt reynsla fyrir því, hvernig þeim
skipum, sem svo er ástatt um, reiðir af
um aflamagn og afkomu. En sú reynsla
hefir yfirleitt verið á þá leið, að þegar
tekið er tillit til þess, að skip þessi eru
ekki ganggóð og löndunarskilyrði við
verksmiðjuna á Seyðisfirði ekki að öllu
jafngóð og t. d. hjá ríkisverksmiðjunum,
þá hefir afkoma þeirra samt verið mjog
sæmileg miðað við aflamagn íslenzkra
skipa, sem landa síldinni á Norðurlandi.
Vegna þess að skip þessi voru eingöngu
bundin við löndun á Seyðisfirði, hafa
þau því nær alveg haldið sig á austur-
hluta veiðisvæðisins, og að sjálfsögðu
reynt að veiða síldina svo nærri lönd-
unarstað sem unnt var án þess, að tefla
um of á tvær hættur um veiði. Fyrir
þessa sök hefir og fengizt nokkur bend-
ing um það, að skipum getur vegnað
sæmilega um aflabrögð, þó þau eigi ekki
innhlaup til löndunar hjá mörgum verk-
smiðjum hingað og þangað um veiði-
svæðið og elti ekki hverja síldarfrétt
frá Horni suður fyrir Langanes, en
margir telja, að það hafi ofmörg af skip-
19