Gerpir - 01.07.1947, Qupperneq 23
ist austan Melrakkaness. Þegar þetta er
ritað, er enn eigi komið í ljós hverjar
efndir verða á þessu, en geta mætti þess
til, að ef síldin sjálf tekur sig ekki til
og efnir þetta fyrirheit með því, að halda
sig fyrir sunnan Langanes, kunni efnd-
irnar að verða litlar.
Af hálfu ríkisstjórnarinnar í Reykja-
vík er því borið við, að undanþágu hafi
ekki verið hægt að veita, nema með
bráðabirgðalögum, og eins hinu, að það
kunni að ýta undir kröfur nokkurra ann-
ara þjóða um fiskveiðasérréttindi hér, ef
haldið yrði áfram að veita Færeyingum
slík fríðindi. Þetta eru hvorttveggja
fremur lítilvægar ástæður, og það er
ekki mjög trúlegt að það torveldi samn-
inga við önnur ríki, eða ýti undir kröfur
útlendinga um réttindi á Islandsmiðum,
þó Færeyingum, sem hafa haft sérrétt-
indi áratugum saman hér á landi, væri
leyft að leggja upp síld til bræðslu úr
fáeinum skipum, með sama hætti og við-
gengizt hefir undanfarið, eitt eða tvö
sumur í viðbót. Enda eru ástæður þess-
ar, sem á orði eru hafðar, einungis yfir-
skyn. Hin raunverulega ástæða fyrir
neituninni er hin ráðandi stefna í fiski-
veiðamálum hér á landi, sem mörkuð var
með fiskiveiðalögunum frá 1922, en út-
gerðarvöldin í höfuðstaðnum krefjast
þess nú, að hún komi til fullra fram
kvæmda með því, að réttindi færeyskra
fiskimanna hér við land verði afnumin
þegar í stað. Fiskiveiðalögin frá 1922
voru sett til þess að torvelda fiskiveiðar
útlendinga hér við land, en það er meira
en vafasamt að því markmiði hafi verið
náð með þeirri lagasetningu. Ágætt
dæmi um verkanir þessara laga er ein-
mitt það hvernig Færeyingar brugðu við,
er þeim var nú í vor neitað um leyfi til
þess, að leggja upp síld til bræðslu á
Seyðisfirði. Skipin sem um var að ræða
fóru eftir sem áður á síldveiðar hér við
land og söltuðu aflann utan landhelgi,
og veiddu vel. Þessi síld keppir nú við
íslenzka saltsíld á erlendum markaði,
utan hins íslenzka hagkerfis. Ef skip-
um þessum hefði verið leyft að veiða
fyrir bræðsluna á Seyðisfirði eins og
um var beðið, þá hefðu afurðirnar kom-
ið á markað sem íslenzk framleiðsla á
vegum hins íslenzka hagkerfis, og stuðl-
að að því að auka gjaldeyrisforða Is-
lendinga erlendis. Hinir misvitru vald-
hafar í Reykjavík hafa með þessum
stjórnarráðstöfunum á grundvelli fisk-
veiðalaganna svo að segja þrýst Fær-
eyingum út á nýja braut, knúið þá til
þess að taka upp nýjan atvinnuveg, sem
þeir hafa lítið stundað áður og með því
skapað nýjan keppinaut á sviði síldar-
útvegsins, sem ef til vill getur orðið flest-
um öðrum keppinautum skæðari þegar
fram líða stundir. Færeyjar liggja allra
annara landa bezt við hinum islenzku
fiskimiðum, og þar eru hin ágætustu
skilyrði frá náttúrunnar hendi til þess
að gera út saltsíldarleiðangra til Is-
lands. Og vegna nálægðar eyjanna við
hin íslenzku síldarmið, geta skipin það-
an farið fleiri veiðiferðir um síldartím-
ann, en skip frá öðrum löndum geta
farið. Það er því enganvegin ólíklegt, að
mikil saltsíldarútgerð rísi á legg í Fær-
eyjum þegar fram líða stundir, í harðri
samkeppni við íslenzka síldarsaltendur.
Þá samkeppni geta íslenzkir síldarút-
vegsmenn þakkað óviturlegri lagasetn-
ingu og klaufaskap og skammsýni ís-
lénzkra ráðamanna.
Fiskveiðalögin sem sett voru 1922
urðu austfirzku atvinnulífi mikill hnekk-
ir, því sú atvinna hafði lengi verið stund-
uð í fjörðunum, að kaupa fisk af erlend-
21