Gerpir - 01.07.1947, Page 26
JÓHANNES ARNGRlMSSON:
ÚTVARP
REYKJAVÍK“
SMÁSAGA
Herdís á Heiði kom arkandi með síð-
degiskaffið niður í túnfótinn. Jón bóndi
hennar stóð þar í slægjunni og nagaði
af seinustu þúfnakollunum í túninu.
„Hérna kemur kaffisopinn, Jón minn,“
mælti hún um leið og hún settist niður
á guðsgræna jörðina og hagræddi áhöld-
unum, svo renndi hún kaffinu í bollann.
Jón hætti slættinum, rétti úr sér og
stakk niður orfinu. Hann hrækti út úr
sér gamalli tóbakstuggu og settíst við
hlið Herdísar. Hann strauk af sér svit-
ann með skyrtuerminni, og tók síðan
kaffibollann.
,,Þú ert þá reyndar að verða búinn með
túnið, karlinn.“ — „Já, þetta þurrkleysi
alltaf, og ennþá er útlitið það sama.
Hvað skyldi þetta ganga lengi? Ég man
ekki eftir því fyrri í okkar búskap, að
túnið hafi allt verið slegið áður en nokk-
ur tugga næðist í hlöðu. — Ja, þvílíkt
og annað eins.“
Jón saup á kaffinu og renndi augun-
um um himinhvolfið meðfram fjalla-
hringnum. Hvergi sást heiðskír blettur,
alltaf þetta sama þokuloft, dag eftir dag,
já, það mátti nú segja. Ekki voru svo
sem rigningarnar heldur.
„Það er ekki gott að vita, hvað hann
verður lengi við þessa áttina, en illa
fer taðan, ef svona verður lengi. Hún
er þegar farin að gulna, þar sem fyrst
var slegið.“
„Já, ég er nú hrædd um það. En nú
held ég að hann fari að breyta til bráð-
um og þurrkurinn að koma. En hann
getur stundum verið afsleppur hérna
fram til dalanna, blessaður þurrkurinn.
Skúrirnar eru stundum fljótar ofan frá
öræfunum. — Þú þekkir það góði minn,
hvernig demburnar geta dunið yfir okk-
ur hérna, svo að segja frá heiðskírum
himni. Já, því segi ég það, ef við bara
hefðum útvarp, þá værum við ekki eins
varbúin fyrir slíkum vágestum."
Jón ók sér dálítið til og ræksti sig.
„Varla mundi það nú breyta veðurfar-
inu til muna, útvarpið, eða stöðva regn-
skúrirnar frá fjöllunum."
„Veit ég það, góði minn, ég átti ekki
við það, eins og þú getur skilið, en ég
sný ekki aftur með það, að veðurfregnir
útvarpsins eru ómetanlegar í sveitunum,
einkanlega um sumartímann. Eg held
að ég vildi næstum láta beztu kúna úr
fjósinu til þess að eignast útvarpstæki.“
„O, sei, sei, sei.“ Jón hvolfdi í sig því,
sem eftir var í bollanum og rétti hann
fram eftir meiru. „En sú fjarstæða,
kona. Heldurðu að þeim gangi betur
þarna í henni Reykjavík að fylgjast með
því eða reikna það út, hvort skúrirnar
ofan af fjöllunum, leiði lengra eða
skemmra ofan í dalinn hérna. Heldur
þú að þeim gangi það betur en okkur,
sem búin erum að hokra hér í þrjátíu
24