Gerpir - 01.07.1947, Síða 27
ár'? Nei, kona góð, reyndu ekki að telja
mér trú um það.“
„Þú segir nú þetta af því að þú tímir
ekki að kaupa tækið, en þú veizt vel, að
veðurfræðin er orðin vísindagrein og að
veðurfregnirnar eru ekki gerðar út í
loftið, heldur eru þær byggðar á vísinda-
legum athugunum. Veðurfræðingarnir
athuga hreyfingar loftsins á stórum
svæðum, og þeir vita upp á hár, hvar
rignir og hvar þurrt veður verður þann
og þann daginn.“
„Mikil er speki þín, kona,“ mælti Jón,
„ég held að þú sért að verða veðurfræð-
ingur líka, það er ágætt. En heldur þú
nú ekki, að þessum spekingum geti
skjátlast stundum, heyrt hefi ég það.“
„Ekki þori ég að fullyrða neitt um
það, en ég veit þó til þess, að fólk hérna
í nágrenninu hefur bóstaflega treyst
veðurfregnum útvarpsins og hagað hey-
verkunum eftir því, og ég veit ekki bet-
ur en það hafi gefizt vel. — Manstu
kannske ekki eftir því, þegar við fengum
ofan í töðuna í fyrra sumar, þessa litlu
dembu. Allt varð gegn blautt, og svo
hraktist taðan fyrir vikið miklu leng-
ur. Þá var hann Steini á Hjalla nýbúinn
að fá tækið sitt. Hann ætlaði að dreifa
töðunni þann morguninn, eins og við,
en þá dettur honum í hug, að hlusta á
veðurfregnirnar fyrst. Þá var spáð
rigningu, og hann hætti auðvitað við að
breiða. Og fyrir vikið var hann búinn að
hirða alla sína töðu hálfum mánuði fyrr
en við. Þetta er alveg dagsatt og það
veiztu.
Jón hafði nú lokið kaffidrykkjunni og
stóð á fætur. — „Ég fer í kaupstað-
inn á morgun með ullarlagðinn, ef ekki
verður þurrkur," sagði hann. „Þú at-
hugar hvað þú þarft að fá þaðan, ég fer
snemma.“
Herdís fór að taka saman kaffiáhöld^
in, hægt og rólega. „Það er víst eitthvað
smávegis, sem mig vantar, ég skal að-
gæta það fyrir kvöldið . . . en heyrðu
nú Jón minn, vertu nú einu sinni rausn-
arlegur og færðu mér útvarpstæki úr
kaupstaðnum annaðkvöld. Ég þykist
vita, að þér finnist það óþarfi, en þú
verður nú að játa, að ég hef verið spar-
söm á óþarfann, síðan við komum sam-
an.“
„Smávegis . . . útvarpstæki? . .
Jón snerist á hæli og horfði spyrjandi
á konu sína. — „Kallarðu þetta smá-
vegis, kona. Heilt kýrverð að minnsta
kosti, ja, ég læt það nú vera. En það er
satt, þú hefur verið sparsöm á óþarfann,
hingað til, en þetta er svo mikil vitleysa.
Ég veit ekki hvað segja skal, þetta geng-
ur fram af mér . . . jæja . . en ég skal
hugsa um það. Þá verð ég víst að selja
Skjöldu," bætti hann við í lægri róm.
Herdísi virtist þetta mál ekki vonlaust
með öllu. Hún brosti glaðlega framan
í bónda sinn. — „Þakka þér fyrir, Jón
minn, þú munt ekki iðrast eftir kaup-
unum.“ Hún tók kaffiáhöldin og gekk
heimleiðis, en Jón tók aftur til við þúfna-
kollana.
Næsta morgun var Jón snemma á fót-
um. Hann sótti hesta sína, lagði á þá
reiðinga, batt ullarpokana í skyndi og
var kominn af stað aflíðandi miðjum
morgni. Hann kom tímanlega í kaup-
staðinn og lauk þar erindum sínum á
skömmum tíma. Verzlunin hafði gengið
að óskum og nú var hann aftur á heim-
leið og degi tekið að halla. Hafði hann
þrjá reiðingshesta í taumi, og á einum
þeirra var böggull, sem vandlega var
bundinn ofan í milli klyfjanna. Það var
útvarpstækið, o-ja, ekki bar á öðru. 1
fylgd með Jóni var maður einn úr kaup-
25